Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Kór Öldutúnsskóla fagnaði sextugsafmæli um helgina. Starfið þessa sex áratugi hefur verið einstakt. Aðeins tveir kórstjórar hafa starfað við kórstjórn allan þennan tíma og kórinn landsfrægur.
„Sex áratugir af söng, vináttu, æfingum og ferðalögum. Það er engin smá saga sem við erum að heiðra hér í dag,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri í ræðu við 60 ára afmæli kórs Öldutúnsskóla sem haldið var um helgina. Starfið þessa sex áratugi er einstakt. Aðeins hafa tveir kórstjórar starfað við kórstjórn allan þennan tíma. Kórinn er landsfrægur.
Kór Öldutúnsskóla var stofnaður árið 1965 af tónmenntakennaranum Agli Friðleifssyni. „Hann sá tækifæri til að gefa nemendum skólans lifandi kórlíf og skapa vettvang þar sem börn gátu upplifað gleði og kraft, samstöðu í söng,“ sagði Valdimar í afmælinu. Egill hafi stjórnað kórnum í um fjóra áratugi sem tónmenntakennari og kórstjóri skólans. Kórinn hafi orðið einn kunnasti barnakór á landinu, tekið upp plötur og komið víða fram. Á eftir Agli hafi Brynhildur Auðbjargardóttir tekið við stjórn kórsins og stjórni enn.
„Undir hennar stjórn hefur kórstarfið ekki bara haldið áfram, það hefur stækkað, þróast og dafnað,“ lýsti Valdimar.
Kór Öldutúnsskóla hefur farið víða, ferðast utan landsteinanna, tekið þátt í kórahátíðum, sungið með krökkum frá öðrum löndum og kynnst nýjum menningarheimum. Valdimar sagði þessar ferðir hafa mótað krakkana, víkkað sjóndeildarhringinn, styrkt sjálfstraust og skapað minningar sem fylgja þeim alla ævi.
„Stærsta afrek kórstjóranna er ekki hægt að telja í plötum eða tónleikum. Það eru öll börnin sem þau náðu til. Öll þau sem fundu sjálfstraust í röddinni og söngnum. Slíkt verður ekki metið til fjár.“ Kórastarfið væri órjúfanlegur hluti af sjálfsmynd Öldutúnsskóla
„Takk, Egill, fyrir brautryðjandastarfið, fyrir hugrekkið að stofna kór árið 1965 og halda ótrauður áfram í áratugi. Þú hefur markað djúp spor í líf ótal barna og í menningarsögu Hafnarfjarðar,“ sagði Valdimar. „Takk, Brynhildur, fyrir að taka við keflinu og bera það áfram af eldmóði, fagmennsku og einlægri ást á börnum og tónlist. Þú hefur sýnt að kórinn er lifandi, nútímalegur og kraftmikill hópur sem syngur bæði hér heima og víða erlendis.“
Valdimar þakkaði einnig kennurum, starfsfólki og skólastjórnendum en sjálfur starfaði hann í Öldutúnsskóla í sextán ár. „Það er ekki sjálfgefið að kórstarf fái þennan sess. Það þarf skipulag, sveigjanleika og trú á mikilvægi lista í skólastarfi.“ Hann þakkaði líka foreldrum og forráðamönnum. „Án ykkar hefði enginn mætt á fyrstu æfingu, nema kannski kórstjórinn. Þið styðjið, skutlið og hlustið.“ Svo þakkaði hann nemendum.
„Þið sem standið hér í kórnum í dag. Þið eruð nútíðin og framtíðin. Þið haldið áfram sögu sem byrjaði löngu áður en snjallsímar og samfélagsmiðlar komu til.“
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…
Aron Pálmarsson stendur vaktina í Jólaþorpinu í ár. Hættur í boltanum og kominn í bakkelsið. Hann hlakkar til að hitta…
Mynd með Sveinka, dönsum með VÆB-bræðrum, fáum okkur kakó og góðgæti. Frábært verður að staldra við í glerhúsunum á Thorsplani,…
Fáni Bandalags kvenna í Hafnarfirði var vígður við gleðilega stund í Kiwanishúsinu í gær. Sex kvenfélög eiga aðild að þessum…