Krabbameinsfélagið heimsækir Hafnarfjörð

Fréttir

Stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins ákvað í tilefni sameiningar Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar 2018 og sjötíu ára afmælisársins að heimsækja sveitarfélögin á félagssvæðinu. Hafnarfjörður var heimsóttur í síðustu viku. 

Stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins ákvað í tilefni sameiningar Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar 2018 og sjötíu ára afmælisársins að heimsækja sveitarfélögin á félagssvæðinu. Hafnarfjörður var sóttur heim í síðustu viku. 

Í nýliðinni viku heimsóttu stjórn og stjórnendur Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins Hafnarfjörð og voru það bæjarstjóri Rósa Guðbjartsdóttir, Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi, Fanney D. Halldórsdóttir sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, Árdís Ármannsdóttir samskiptastjóri og Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri sem tóku á móti hópnum í Bookless Bungalow, einu af sögufrægum húsum Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Góður árangur er afrakstur af góðu samstarfi

Á fundinum fór Geir Bjarnason yfir stöðu forvarnarmála hjá sveitarfélaginu og þann góða árangur sem náðst hefur með innleiðingu á fjölbreyttum verkefnum en Hafnarfjörður hefur unnið mjög markvisst að lýðheilsumálum í sveitarfélaginu og verið til fyrirmyndar m.a. í tóbaksforvörnum í grunnskólum bæjarins til fjölda ára. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins, Guðlaug B. Guðjónsdóttir, kynnti starfsemi félagsins á fundinum og fór yfir helstu verkefni, herferðir og árangur þeirra verkefna. Mikið og gott samstarf hefur verið milli Krabbameinsfélagsins og Hafnarfjarðarbæjar og ljóst að góður árangur er m.a. afrakstur þessa öfluga og góða samstarfs.

Ábendingagátt