Krakkarnir njóta í Nýsköpunarsetrinu – Tvö námskeið í janúar

Fréttir

Tvö námskeið eru í boði í Nýsköpunarsetrinu nú í janúar. Annað Listasmiðja fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára. Hitt Skissubókanámskeið fyrir unglinga 13-16 ára. Kíktu.

Tímanum er vel varið í Nýsköpunarsetrinu

Listasmiðja fyrir krakka á aldrinum 9-12 ára verður í boði á fimmtudögum frá 15. janúar til 26. mars 2026 kl: 15:00 – 16:30 í Nýsköpunarsetrinu í Hafnarfirði. Verð fyrir allt námskeiðið 25.000 kr. Innifalið í verði aðgangur að öllum tímum, áhöld og skissubók. Hægt er að sækja stakan tíma fyrir kr. 2.500. Frjálst er að koma með sína eigin skissubók eða kaupa hjá Nýsköpunarsetrinu á 1.600 kr.

Tekið verður fyrir ákveðið viðfangsefni í hverjum tíma:

  • Tími #1 – 15. janúar – Skrímslasmiðja
  • Tími #2 – 22. janúar – Klippimyndir
  • Tími #3 – 29. janúar – Vatnslitir Tími #4 – 5. feb. – Herma eftir
  • Tími #5 – 12. feb. – Sjálfsmynd Tími #6 – 19. feb. – Blek
  • Tími #7 – 26. feb. – skrásetningar teikning ( observational drawing)
  • Tími #8 – 5. mars – Saga og bókagerð
  • Tími #9 – 12. mars – Myndasögur
  • Tími #10 – 18. mars – Prentsmiðja
  • Tími #11 – 26. mars – Fara yfir hvað var gert + frjáls tími

Þá verður Skissubókanámskeið fyrir unglinga 13- 16 ára á fimmtudögum frá 15. janúar til 26. mars 2026 kl: 17:00 – 18:30 í Nýsköpunarsetrinu. Þar læra unglingarnir að nota skissubókina sem skapandi leiksvæði, stað fyrir tilraunir, villtar hugmyndir og uppgötvanir. Nemedur eru leiddir í gegnum skemmtilegar æfingar þar sem unnið verður með mismunandi miðla og skoðaðar margskonar leiðir í skapandi hugsun til þess að gera skissubókina að öruggu rými til að gera tilraunir og leika sér. Verð fyrir allt námskeiðið 25.000 kr. Innifalið í verði áhöld og skissubók.

Skráning fyrir námskeiðin fer fram í gegnum: nyskopunarsetur@hafnarfjordur

Já, nú er að njóta sín, jafnvel nýta frístundastyrkinn sinn.

Ábendingagátt