Kristín Gunnbjörnsdóttir

Fréttir

Laugardaginn 11. febrúar s.l. lést Kristín Gunnbjörnsdóttir starfsmaður fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar eftir erfið en stutt veikindi. Kristín er borin til grafar í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. Meðfylgjandi er minningargrein sviðsstjóra fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Blessuð sé minning Kristínar.

Laugardaginn 11. febrúar s.l. lést Kristín Gunnbjörnsdóttir starfsmaður fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar eftir erfið en stutt veikindi. Kristín er borin til grafar í dag frá Hafnarfjarðarkirkju. Meðfylgjandi er minningargrein sviðsstjóra fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. 

Kristín Gunnbjörnsdóttir

 

KristinGunnbjornsdottirKristín var starfsmaður fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar frá árinu 2007. Hún starfaði í félagsstarfi eldri borgara í Hraunseli og sinnti því starfi af mikilli natni og áhuga. Hún var m.a. glerlistakona og prýða verk eftir hana víða. Samhliða starfi sínu sá hún um glerlistanámskeið sem haldin voru á vegum Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Kristín var hrókur alls fagnaðar og verður sárt saknað af samstarfsfélögum og þeim er stunduðu félagsstarfið. Hugheilar samúðarkveðjur eru sendar fjölskyldunni með þakklæti og virðingu fyrir gott samstarf og ánægjulega samleið.
Blessuð sé minning Kristínar.

F.h. fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar
Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri 

 

Ábendingagátt