Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Kristín Þorleifsdóttir, Didda, er 100 ára. Hún er Hafnfirðingur í húð og hár, fædd hér 24. febrúar 1925. Bærinn óskar henni innilega til hamingju,
„Trú á almættið. Maður gerir þetta ekki einn,“ svaraði Kristín Þorleifsdóttir, Didda, spurð hvernig hún náði svo háum aldri. Didda, sem er Hafnfirðingur í húð og hár, fædd hér 24. febrúar 1925, er 100 ára. Hún ólst upp á Nönnustíg 3, ein fimm barna Sigurlínar Jóhannesdóttur og Þorleifs Guðmundssonar. Fjögur náðu fullorðinsaldri.
„Til hamingju,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann tók í höndina á Diddu, á 100 ára afmælinu hennar og færði henni blóm fyrir hönd bæjarbúa. Það var haldið í Hásölum. Afkomendur og vinir fögnuðu með henni. Stuðið var mikið. Margrét Pálma með kór, Una Torfa og sjálf hélt hún tölu.
Kristín giftist Hauki Magnússyni í síðari heimstyrjöldinni og lést hann árið 1987 eða fyrir 38 árum síðan. Þau eignuðust fimm börn og eru fjögur þeirra búsett í Hafnarfirði. Afkomendurnir eru á fimmta tug.
Didda hefur búið á Hjallabraut frá árinu 1990 og vann hún hjá systur sinni Sigrúnu, Dúnu, í Burkna eftir að börnin voru komin á legg. Hún hefur í gegnum tíðina tekið að sér mörg störf.
Didda er Haukakona og hún kemur fram í 5. þætti þáttaraðarinnar Missir sem nú er í sýningu í Sjónvarpi Símans.
Já, innilega til hamingju með aldarafmælið Didda. Við Hafnfirðingar klöppum og fögnum þessum frábæru tímamótum þínum.
Kristín Þorleifsdóttir – fyrstu 100 árin
Kristín Þorleifsdóttir (Didda) er fædd í Hafnarfirði 24. febrúar 1925 og er Hafnfirðingur og Gaflari í húð og hár.
Kristín ólst upp á Nönnustíg 3 og voru foreldrar hennar þau Þorleifur Guðmundsson yfirverkstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ og Sigurlín Jóhannesdóttir húsmóðir. Systkini Kristínar voru Guðmundur (Mummi), Margrét (Mæja), Sigrún (Dúna, Blómabúðinni Burkna) og Gyða, sem lést í barnæsku.
Kristín giftist Hauki Magnússyni frá Reynidal í Mýrdal 11. mars 1944. Hann var þá lögregluþjónn en starfaði lengst af sem húsasmíðameistari. Hann lést árið 1987. Þau hjónin byggðu sér hús að Tunguvegi 3 þar sem einnig var trésmíðaverkstæði Hauks. Börn þeirra eru fimm: Bjarni Hólm, Gyða, Auður, Þráinn og Hulda Mjöll. Öll búa þau í Hafnarfirði nema Hulda sem bjó lengst af í Reykjavík en nú í Mosfellsbæ. Barnabörnin eru 15 talsins og afkomendurnir alls á fimmta tug. Haukur var áhugasamur um veiði og útiveru og voru ferðalög um landið ríkur þáttur í lífi fjölskyldunnar. Gegnt heimilinu á Tunguveginum bjuggu Mæja systir Diddu ásamt Sigurði Jónssyni og börnum þeirra og var afar náið og gott samband á milli frændfólksins sem og við fjölskyldu Dúnu og Gísla Jóns Egilssonar á Merkurgötunni.
Didda með alnöfnu sinni Kristínu Þorleifsdóttur.
Samhliða því að gæta bús og barna vann Didda á stundum utan heimilis m.a. við síldarsöltun. Þegar á þurfti að halda greip hún oft í samsetningu málarastiga og fiskigogga á verkstæði Hauks. Hún hélt framleiðslunni meira að segja gangandi þegar Haukur vann um tíma í Svíþjóð í lok sjöunda áratugar síðustu aldar þegar efnahagslífið var í lægð vegna aflabrests. Í framhaldinu dvöldust Haukur og Didda ásamt yngstu börnunum sumarlangt í Varberg í Svíþjóð. Þá gafst tækifæri til þess að ferðast um Skandinavíu.
Þegar börnin voru komin á legg hóf Didda störf hjá Dúnu systur sinni í blómabúðinni Burkna og vann þar við afgreiðslu- og bókhaldsstörf.
Árið 1990 flutti Didda í eigin íbúð á Hjallabraut 33 og hefur búið þar æ síðan. Þar hefur hún notið vináttu margra, tekið þátt í félagsstarfi og húsfélagsstjórn. Didda var virk í Kvenfélaginu Hrund sem var félagsskapur eiginkvenna iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Þá hefur hún látið sig málefni Krabbameinsfélagsins varða en sjálf tókst hún á við krabbamein af fádæma æðruleysi þá rétt um sextugt. Didda er afar listfeng og hefur notið þess að prjóna, hekla, hanna skartgripi og búa til verk úr gleri.
Didda er eldheitur stuðningsmaður Hauka. Hún mætti oft í góðra vinkvennahópi á heimaleiki handknattleiksliða þeirra allt fram að heimsfaraldri. Hún fylgist enn með öllum leikjum félagsins í sjónvarpi.
Didda hefur lifandi áhuga á þjóðmálum og málefnum líðandi stundar. Hún er höfuð og hjarta stórfjölskyldunnar og lætur sér annt um allt sitt fólk. Hún nýtur samvista við það, hvenær sem færi gefst, en hefur líka samband í síma og á samfélagsmiðlum. Didda er stálminnug og fer oft með ljóð, vísur og sálma sem hæfa tilefni og aðstæðum hverju sinni. Skáldskap nam hún af ömmu sinni og nöfnu sem er og hefur verið hennar fyrirmynd.
Sigurlín móðir Kristínar fæddist á Gilsárteigi skammt frá Egilsstöðum en flutti 5 ára gömul til Hafnarfjarðar. Þorleifur var ættaður úr Arnarfirði en fluttist með foreldrum sínum, Guðmundi Ásgeirssyni og Kristínu Þorleifsdóttur, til Hafnarfjarðar 11 ára gamall. Þorleifur og systkini hans voru oft kennd við Hæðina sem er efst í brekkunni beggja vegna Reykavíkurvegar. Út af þeim systkinum er kominn fjöldi afkomenda sem margir eru búsettir í Firðinum. Didda hefur haldið til haga munum og minningum sem tengjast fjölskyldu hennar í Arnarfirði. Kristín amma hennar var barnabarn Margrétar Sigurðardóttur, systur Jóns (forseta) Sigurðssonar.
Didda kemur fram í þáttaröðinni Missir (5. Þætti) sem nú er í sýningu í Sjónvarpi Símans.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…