Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Kristján Dýrfjörð vélstjóri, Haraldur Benediktsson skipstjóri og Lúðvík Geirsson hafnarstjóri voru heiðraðir á Sjómannadeginum. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá 1938.
Kristján Dýrfjörð vélstjóri, Haraldur Benediktsson skipstjóri og Lúðvík Geirsson hafnarstjóri voru heiðraðir á Sjómannadeginum í ár fyrir starfs sitt tengt sjómennsku á Sjómannadaginn sem haldinn var hátíðlegur á sunnudaginn. Sjómannadagsráð heiðraði þá kappa en Sjómannadagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur frá árinu 1938. Einar Ingi Reynisson frá Landhelgisgæslunni heiðraði þá og hélt tölu. Kynnumst þeim btur:
„Haraldur Benediktsson fæddist í Reykjavík 31. október 1944. Hann ólst upp hjá fósturforeldrum sínum, þeim Benedikt Björnssyni verslunarmanni á Fáskrúðsfirði og Kristínu Magnúsdóttur húsmóður og starfsstúlku á Hrafnistu.
Á 17. aldursári hóf Haraldur sjómennskuferilinn á 100 tonna Svíþjóðarbát, Ljósafelli frá Fáskrúðsfirði, árið 1961.
Hann sótti Stýrimannaskólann og lauk 2. stigi árið 1965. Síðar varð hann stýrimaður á Skálaberg frá Seyðisfirði.
Árið 1973 var viðburðarrík á marga lund fyrir Harald.
Hann var skipstjóri eða stýrimaður á ýmsum skipum og bátum í framhaldi, bæði sem gerð voru út frá Hafnarfirði og víða um land. Var hann skipstjóri og stýrimaður á hinum ýmsu skipum og bátum í framhaldi, bæði sem gerðir voru út héðan frá Hafnarfirði og víða. Haraldur starfaði í alls 51 ár sem háseti, stýrimaður og skipstjóri. Var hann þá lengst af á Jóni Vídalín sem skipstjóri allt til árs 2011 og lauk sjómannaferli sínum á strandveiðibát sínum Sæberg HF-112 árið 2019.
Eiginkona Haralds er Brynja Halldórsdóttir sem staðið hefur sem klettur í ólgusjó á bak við eiginmann sinn. Þau eiga 4 börn og 7 barnabörn. 12 barnabarnabörn,“ sagði Einar og bætti við:
„Haraldur Benediktsson,
Fyrir hönd Sjómannadags Hafnarfjarðar vil ég þakka þér fyrir,
og er okkur mikill heiður að fá að veita þér viðurkenningu fyrir þín áratuga störf til sjós.
Ég óska þér allra heilla og farsældar um ókomin ár.“
„Kristján Dýrfjörð fæddist á Siglufirði 10. febrúar 1948. Foreldrar hans voru Hólm Dýrfjörð, vélgæslumaður/rafvirki í Hafnarfirði, og Sigurrós Sigmundsdóttir, húsmóðir. Á 15. aldursári hóf Kristján sjómennskuferilinn árið 1963 á nýsköpunartogaranum Hafliði SI-002, sem áður hét Garðar Þorsteinsson GK 3. Skipið var 1.000 hestafla með 3 þennslu gufuvél og þá gert út af Útgerðarfélaginu Hrímfaxa og Sviða h/f í Hafnarfirði.
Kristján fylgdi kaupunum á Arney KE 050 þegar hún var seld á Hornarfjörð upp úr aldamótunum og var þar um tíma. Hann lauk sjómannaferli sínum á beitningavélabátnum Halli Eggerts ÍS-197 árið 2007 eftir 44 farsæl ár til sjós. Kristján hefur samviskusamlega séð til þess í gegnum tíðina, að allir siglingartímar hans hafi verið skráðir löglega í sjóferðarbækur, og heildarfjöldinn er 9.422 lögskráningardaga á 35 skipum og bátum. Barnsmóðir Kristjáns var Sigríður Sigurðardóttir, en hún lést árið 1989. Kristján á einn son og þrjú barnabörn,“ sagði Einar og óskaði honum svo til hamingju með þessum orðum:
„Kristján Dýrfjörð,
Eins og segir á vef Alþingis er Lúðvík Geirsson fæddur í Reykjavík 21. apríl 1959. Foreldrar: Geir Gunnarsson (fæddur 12. apríl 1930, dáinn 5. apríl 2008) alþingsmaður og vararíkissáttasemjari og Ásta Lúðvíksdóttir (fædd 9. apríl 1930, dáin 29. júlí 2012) framhaldsskólakennari. Maki hans er Hanna Björk Lárusdóttir (fædd 2. nóvember 1959) fyrrum bankastarfsmaður og nú húsmóðir.
Á Sjómannadaginn sagði Einar: „Sjómannadagurinn í Hafnarfirði væri ekki svipur hjá sjón nema fyrir öflugt samstarf við Hafnarfjarðarhöfn um langt árabil. Höfnin hefur skipulagt undirbúning hátíðarinnar með sjómannadagsráði og boðið bæjarbúum í skemmtisiglingu um fjörðinn. Þá hefur hafnarstjóri aðstoðað við heiðrun sjóanna í fjöldamörg ár,“ sagði hann.
„Sjómannadagsráð þakkar Lúðvík Geirssyni hafarstjóra, og hans fólki,
fyrir gott samstarf og aðstoð í gegnum tíðina og veita honum heiðursviðurkenningu.“
Hafnarfjarðarbær óskar þeim þremur innilega til hamingju.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…