Krýsuvíkurberg í Krýsuvík

Fréttir

Nýtt deiliskipulag fyrir Krýsuvíkurberg í Krýsuvík

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 30. október 2019 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Krýsuvíkurberg í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagið afmarkast frá Suðurstrandarvegi suður með Hælsvíkurvegi að Krýsuvíkurbergi. Alls 114 ha að stærð.

Deiliskipulagstillagan og greinargerð verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 frá 4. nóvember – 16. desember 2019.

Sjá tillögu og greinargerð hér fyrir neðan:

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagið og skal þeim skilað eigi síðar en 16. desember nk. á netfangið berglindg@hafnarfjordur.is. Einnig er hægt að skila inn athugasemdum skriflega í þjónustuver að Strandgötu 6 Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar eru veittar á umhverfis- og skipulagssviði Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt