Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Kvartmíluklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli í gær. Hafnarfjarðarbær ritaði undir samstarfssamning á afmælishátíðinni og flytur Mótorhúsið til klúbbsins.
Kvartmíluklúbburinn fagnaði 50 ára afmæli í gær í aðstöðu sinni við Kvartmílubraut 1 í Hafnarfirði. Glæsileg dagskrá var hjá þeim um helgina í tilefni tímamótanna. Þrír voru heiðraðir sérstaklega:
Hjartnæm stund var þegar faðir Hrafns Breiðfjörðs Ellertssonar, sem lést í vélhjólaslysi í Heiðmörk í fyrra, færði félaginu hálfa milljón króna á fimmtíu ára afmælisfögnuðinum. Fjárhæðin var til minningar um soninn. Faðir hans Ellert Alexandersson sagði þá einnig frá því að frá andláti sonar hans hefðu félagar sonarins lokið við breytingar á Ford Mustang bifreið Hrafns, sem hann hafði hafið. Bílinn stóð stórglæsilegur á hátíðarsvæðinu. Fjölmargir hafa komið að verkefninu í minningu um Hrafn.
Ingólfur Arnarson, formaður klúbbsins, fagnaði góðum afmælisdegi. „Já, dagurinn var flottur. Margt fólk, flott veður. Menn sem hafa fylgst með í áratugi mættu og ótrúlegt að klúbburinn sé orðinn 50 ára. Aðstaðan er góð hjá okkur. Daginn áður var keppni og þá mættu 500 manns. Það er líf í klúbbnum og meira í boði en að sparka bolta og elta golfkúlu.“
Valdimar Víðisson bæjarstjóri flutti ávarp á hátíðinni og óskaði klúbbnum til hamingju:
„Fimmtíu ár af bensínbornum draumum, spyrnukeppnum, samkomum, keppni, kaffi, bremsudiskum, fundum og framtíðarsýn. Þetta er stór afmælisdagur og þetta er líka stór dagur fyrir Hafnarfjörð,“ sagði hann og benti á að Kvartmíluklúbburinn hefur verið burðarás í íslensku akstursíþróttalífi frá því hann var stofnaður árið 1975.
„Frá fyrstu dögum hefur þetta verið heimili þeirra sem deila ást á mótorsporti hvort sem það er drift, spyrnur, motocross, custom smíði, eða einfaldlega að skrúfa, prófa og læra. Og það er ekki bara keppnin sem skiptir máli heldur líka sú samfélagslegu og menningarlegu tenging sem myndast í kringum þetta sport. Þarna eru jafningjar, fólk með sameiginlegan áhuga sem byggir upp og styður hvert annað, kynnist, lærir og vex saman,“ sagði hann.
Hann benti á að starf klúbbsins hafi gegnt mikilvægu hlutverki, ekki bara fyrir áhugafólk um hraða og tækni heldur líka fyrir samfélagið í heild. „Hér hafa ungmenni fengið að læra aga og ábyrgð, kynnast öryggi í umferð, tileinka sér jákvæð gildi og setja markmið sem þau vinna að. Það er ekkert sjálfsagt að ungt fólk velji að eyða tíma sínum í skúr með höndunum í vélum, en það gerist þegar það fær tækifæri, stuðning og viðurkenningu. Og það er einmitt það sem Kvartmíluklúbburinn hefur gert.“
Einmitt með þetta að leiðarljósi skrifuðu þeir Ingólfur og Valdimar fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar undir samstarfssamning um flutning Mótorhússins til Kvartmíluklúbbsins. Samningurinn tryggir rekstur Mótorhússins til framtíðar en það var hluti Músík og mótor. „Við það eflist sú starfsemi til muna,“ segir Valdimar. Undir það tekur Ingólfur.
„Við teljum það raunverulega betri vettvang fyrir þá sem hafa áhuga á hjólum og bílum,“ segir hann. „Þá eru þeir sem hafa áhuga á vélum komnir í umhverfið sem þetta snýst um. Hér má gera allt mest og best. Þetta er góður vettvangur fyrir krakka að komast í félagsstarf. Við sjáum fyrir okkur að þau geta komið til starfa í móta- og æfingahaldi. Þetta gefi meiri félagsþroska og þeim tækifæri til að vinna með tækjabúnað sem við eigum. Þetta er gott fyrir krakkana og uppbyggingu starfsins, fá inn nýtt blóð og ungt fólk,“ segir Ingólfur.
Hjartanlega til hamingju með 50 árin.
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…