Kvenréttindadagurinn 19. júní – til hamingju með daginn!

Fréttir

Það er viðeigandi að birta upptöku af ávarpi Fjallkonu Hafnarfjarðar 2023 á sjálfan Kvenréttindadaginn 19. júní. Það var þann 19. júní árið 1915 sem konur á Íslandi, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hefur dagurinn síðan verið tilefni hátíðarhalda og fögnuðar til heiðurs þeirri baráttu.

Til hamingju með daginn!

Það er viðeigandi að birta upptöku af ávarpi Fjallkonu Hafnarfjarðar 2023 á sjálfan Kvenréttindadaginn 19. júní. Það var þann 19. júní árið 1915 sem konur á Íslandi, 40 ára og eldri, fengu kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Hefur dagurinn síðan verið tilefni hátíðarhalda og fögnuðar til heiðurs þeirri baráttu sem háð var fyrir auknum réttindum og sjálfstæði kvenna allt frá árinu 1885 þegar baráttan hófst. Aldursákvæði var síðan numið úr lögum með sambandslagasamningi Dana og Íslendinga árið 1918 og konur fengu þar með jafnan kosningarétt á við karla.

Hafnfirska söngkonan Klara Elíasdóttir er Fjallkona Hafnarfjarðar 2023. Klara frumflutti lag sitt Loforð sem ávarp og ástarljóð Fjallkonunar 2023 til Hafnarfjarðar á þjóðhátíðardaginn 17. júní 2023 í hjarta Hafnarfjarðar að viðstöddu fjölmenni.

Til hamingju með daginn konur og Hafnfirðingar allir! 

——————-

Upptaka og framleiðsla á myndbandi: Halldór Árni Sveinsson hjá Netsamfélagi 

Ábendingagátt