Leikstjórinn Gunnar Björn heimsækir 8. bekkinga

Fréttir

Kvikmyndagerðamaðurinn og leikstjórinn Gunnar Björn Guðmundsson mun á næstu dögum heimsækja alla nemendur í 8. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar og fjalla um kvikmyndagerð, ræða við nemendur og fjalla um vinnuferlið í kvikmyndagerð.

Kvikmyndagerðamaðurinn og leikstjórinn Gunnar Björn
Guðmundsson mun á næstu dögum heimsækja alla nemendur í 8. bekk í grunnskólum
Hafnarfjarðar og fjalla um gerð kvikmynda, ræða við nemendur og fjalla um
vinnuferlið í kvikmyndagerð. Í heimsókn sinni mun Gunnar segja frá starfi sínu
og fræða börnin um það hvernig kvikmynd verður til, allt frá fyrsta handriti að
fullunnu verki. Heimsóknin er til þess fallin að ýta undir áhuga á
kvikmyndagerð og skilning á
heildarferlinu.

IMG_0017Gunnar Björn er reynslubolti og fagmaður 

Gunnar Björn hefur unnið við leikhús, sjónvarp og kvikmyndir
í rúma tvo áratugi. Gunnar Björn hefur meðal annars leikstýrt áramótaskaupinu,
sjónvarpsþáttum um Ævar vísindamann og kvikmyndunum Astrópíu, Gauragangi og nú
síðast Ömmu Hófi sem var að stóru leyti tekin upp í Hafnarfirði og frumsýnd í
Bæjarbíó.

Takk fyrir þátttökuna í Bóka- og bíóhátíð barnanna 2021!

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði lauk formlega miðvikudaginn
13. október með bíóveislu í Bæjarbíói. Þessi menningarhátíð fyrir börn í
Hafnarfirði hefur staðið yfir síðustu vikuna og hafa skólar og söfn bæjarins
tekið virkan þátt í hátíðinni með uppbroti á skólastarfi, viðburðum og smiðjum.
Á Bóka- og bíóhátíð barnanna er sérstök áhersla lögð á bækur og kvikmyndir
innan leik- og grunnskóla Hafnarfjarðar og skapandi og skemmtileg verkefni sem
tengjast hvoru tveggja. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri
og læsi í víðum skilningi og styður hátíðin við læsisverkefni leik- og
grunnskóla bæjarins sem í gangi hefur verið síðustu misseri.

Við þökkum nemendum í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar,
starfsfólki skóla og stofnana og öllum öðrum þeim sem að hátíðinni hafa komið innilega
fyrir þátttökuna!

Fréttir af hátíðinni

Ábendingagátt