Kvöldlesturinn er besta stund dagsins 

Fréttir

Aðventan og jólahátíðin er tími samveru með ástvinum og það þarf ekki endilega dagskrá og getur líka verið ókeypis. Hugrún Margrét Óladóttir, deildarstjóri barna- og ungmennadeildar Bókasafns Hafnarfjarðar, minnir fjölskyldufólk á að það að lesa bók með barni sínu er tilvalin stund til núllstillingar eftir annasama daga.

Bækur gefa svo margt sem önnur afþreying gerir ekki

Aðventan og jólahátíðin er tími samveru með ástvinum og það þarf ekki endilega dagskrá og getur líka verið ókeypis. Hugrún Margrét Óladóttir, deildarstjóri barna- og ungmennadeildar Bókasafns Hafnarfjarðar, minnir fjölskyldufólk á að það að lesa bók með barni sínu er tilvalin stund til núllstillingar eftir annasama daga.

„Lestur í samveru er svo góður endir á deginum. Það er sama hvað er búið að ganga á, það núllast allt út þegar þessi hluti af rútínunni tikkar inn. Það verður verður einhvern veginn allt gott þegar við setjumst niður í rólegheitunum með manneskjunum sem við elskum mest og fylgjumst með litlum höndum fletta með okkur blaðsíðunum. Tíminn einhvern veginn stöðvast og við förum í aðra vídd,“ segir Hugrún. Bækur gefi okkur svo margt sem önnur afþreying geri ekki. 

„Það er notaleg tilhugsun að geta kúplað sig á þennan einfalda hátt frá streitu og álagi sem oft fylgir þessum tíma. Raunveruleikaskynið fer á litlu hlutina og það sem er mikilvægast.“ Hugrún segir líka einstaklega vel hlúð að barnafjölskyldum í Hafnarfirði og alltaf sé frítt inn á bókasafnið og gott að dvelja þar saman í ró. „Börnin mega líka taka með sér bækur heim ókeypis. Þegar börn og ungmenni hittast á bókasafninu eru þau einhvern veginn öll jöfn, því þetta er griðastaður á jafningjagrundvelli.“

Þetta efni er úr jólablaði Hafnarfjarðar 2022

Ábendingagátt