Kynfræðsla Pörupilta fyrir nemendur í 9. bekk

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur samið við leikhópinn Pörupilta um aðgang að rafrænu kynfræðsluefni þeirra á vorönn 2021 ásamt efni sem styður við fræðsluna. Aðgangurinn nær til allra nemenda í 9. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar og ef vel tekst til þá er til skoðunar að bjóða upp á staðbundna fræðslu fyrir þennan aldurshóp frá og með næsta skólaári. 

Hafnarfjarðarbær hefur samið við leikhópinn Pörupilta um aðgang að rafrænu kynfræðsluefni þeirra á vorönn 2021 ásamt efni sem styður við fræðsluna. Aðgangurinn nær til allra nemenda í 9. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar og ef vel tekst til þá er til skoðunar að bjóða upp á staðbundna fræðslu fyrir þennan aldurshóp frá og með næsta skólaári. Aðstandendur sýningarinnar og eigendur hugmyndar og efnis eru leikkonurnar; Alexía Björg Jóhannsdóttir, María Pálsdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir.

KynfraedslaPorupiltaVor2021

Umræða um kynlíf getur verið áskorun

Það getur reynst bæði foreldrum og kennurum ungmenna áskorun að tala opinskátt um kynlíf. Kynfræðsla pörupilta er sett upp sem fyndin sýning þar sem þrír félagar taka fyrir allt frá sjálfsfróun til sveindómsmissis sem og tvöföldun stærðar snípsins við örvun. Pörupiltar eru í þessari sýningu piltar sem kynnast á sjálfstyrkingarnámskeiði hjá Vinnumálastofnun og eiga það á hættu að missa atvinnuleysisbæturnar nema þeir taki þátt í samfélagslegu verkefni. Samfélagslegt verkefni þeirra í sýningunni er þessi kynfræðsla. Rafrænni kynfræðslu fylgja hugmyndir að verkefnum sem geta hjálpað kennurum að tengja umfjöllunarefnið sýningunni án þess að umræðan verði of persónuleg. Verkefni sem snúa m.a. að karlmennskunni, flökkusögum um kynlíf og því sem „ekki má“ tala um eða erfitt er að tala um.    

Ábendingagátt