Kynning á heilsueflandi skóla

Fréttir

Í dag var haldinn kynningarfundur um heilsueflandi leik- og grunnskóla fyrir stjórnendur í leik- og grunnskólum bæjarins í tilefni þess að Hafnarfjörður hefur gert samning um að gerast heilsueflandi samfélag.

Í dag var haldinn kynningarfundur um heilsueflandi leik- og grunnskóla fyrir stjórnendur í leik- og grunnskólum bæjarins í tilefni þess að Hafnarfjörður hefur gert samning um að gerast heilsueflandi samfélag. Fundurinn var haldinn í Hraunvallaskóla þar sem nálægt 30 manns tóku þátt í fundinum. Á fundinum kynntu þrír skólar, Flensborgarskólinn, Hraunvallaskóli og Hvaleyrarskóli, hvernig þeir störfuðu og innleiddu verkefnið „heilsueflandi framhalds-/grunnskóli“ inn í skólana og að hvaða verkefnum þeir ynnu þessi misserin. Verkefnið á að vera aðgengilegt fyrir leikskóla frá haustinu 2015.

Heilsueflandi skóli er verkefni sem stýrt er af Landlæknisinsembættinu.

Kynning á heilsueflandi skóla

Ábendingagátt