Kynningarfundi um fjárhagsáætlun 2025 aflýst

Tilkynningar

Ákveðið hefur verið að aflýsa fundi um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2025 sem ráðgerður hafði verið á morgun, miðvikudaginn 11. desember kl. 17, í Hafnarborg. Fundi var áður seinkað um viku í þeirri von að fleiri áhugasamir myndu melda sig til fundar.

Kynningarfundi aflýst

Ákveðið hefur verið að aflýsa fundi um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar 2025 sem ráðgerður hafði verið á morgun, miðvikudaginn 11. desember kl. 17, í Hafnarborg. Fundi var áður seinkað um viku í þeirri von að fleiri áhugasamir myndu melda sig til fundar.

Seinni umræða fimmtudaginn 12. desember

Boðað var til íbúafundar miðvikudaginn 11. desember um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2025 auk þriggja ára áætlunar fyrir árin 2026-2028. Á fundinum stóð til að kynna fjárhagsáætlun og markmið hennar ásamt helstu áherslum. Tillaga að fjárhagsáætlun 2025 var lögð fyrir bæjarstjórn Hafnarfjarðar til fyrri umræðu miðvikudaginn 6. nóvember. Seinni umræða og afgreiðsla fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn verður fimmtudaginn 12. desember 2024. Í framhaldi verður samþykkt fjárhagsáætlun birt á vef Hafnarfjarðarbæjar.

 

Ábendingagátt