Kynningarfundur: Aðalskipulag hafnarsvæðis

Fréttir

Kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi 

Breyting á aðalskipulagi hafnarsvæðisins í Hafnarfirði

Boðað er til íbúafundar þann 17. mars 2021 kl.17:00 – 18:30 að Norðurhellu 2, þar sem tillaga að breyttu aðalskipulagi sem nær til hafnarsvæðisins í Hafnarfirði verður kynnt. Fjöldi þátttakenda í sal miðast við tilmæli yfirvalda um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarmörk. Allir fundargestir eru vinsamlega beðnir um að vera með grímu.

Kynningarfundurinn verður einnig í beinu streymi á vef bæjarins og á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 03. 03. 2021 tillögu að greinargerð ásamt uppdrætti aðalskipulagsbreytingarinnar. Í gildandi aðalskipulagi er skipulagssvæði tillögunnar skilgreint sem H1 og H2 (hafnarsvæði). Með breytingunni verður landnotkun svæðisins skilgreind sem M5 og M6 (miðsvæði), ÍB15 (íbúðarsvæði) og H6 (hafnarsvæði). Einnig tekur tillagan til svæða í sjó og við hafnarbakka þar sem landnotkun verði skilgreind sem H7 og H8 (hafnarsvæði). 

Tillaga að aðalskipulagsbreytingu verður auglýst síðar.

DRÖG að gögnum er varða breytingu á aðalskipulagi hafnarsvæðis

Vakin er athygli á því að rammaskipulag fyrir svæðið hefur verið samþykkt. Þessa dagana er í undirbúningi aðalskipulagsbreyting sem nær til stærra svæðis en rammaskipulagið nær til. Svæði rammaskipulags er hluti breytingarinnar.  Sjá upplýsingasíðu 

Ábendingagátt