Kynningarfundur í beinu streymi á vef og Facebook

Fréttir

Kynningarfundur skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025 Reitur ÍB2, Hraun-vestur (Gjótur) verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 2020 kl. 17:00 – 18:00 og verður streymt á vefinn.

Kynningarfundur skipulagslýsingar vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013–2025 Reitur ÍB2, Hraun-vestur (Gjótur) verður haldinn á Norðurhellu 2 fimmtudaginn 19. mars 2020 frá kl. 17 – 18.  Í ljósi aðstæðna er fundi streymt beint á vef og Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar og eru fundargestir hvattir til að nýta sér streymið frekar en að mæta á staðinn. 

Bein útsending á vef og Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar

Fundurinn verður í beinni útsendingu (streymi) á Facebooksíðu Hafnarfjarðarbæjar og hér á vefnum. Hægt verður að beina fyrirspurnum að skipulagsfulltrúa í spjalli með útsendingunni eða senda spurningar á skipulag@hafnarfjordur.is að honum loknum.

Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025

Aðalskipulagsbreytingin nær til 10 ha reits í Hraunum-vestur, sem afmarkast af Flatahrauni, Hjallahrauni, Reykjavíkurvegi og athafnasvæði AT1 að vestanverðu. Reiturinn er merktur sem ÍB2 í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Breyting á aðalskipulagi felst í því að landnotkun reitsins breytist úr íbúðarsvæði ÍB2 í miðsvæði M4. 

Skipulagslýsing aðalskipulagsbreytingarinnar er nú í kynningu og má nálgast hana á HÉR

 

Ábendingagátt