Kynstrin öll – upplestur á Bókasafni Hafnarfjarðar

Fréttir

Nú er jólabókaflóðið að skella á og jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar orðin fullskipulögð. Fyrri tvær upplestrarstundirnar af fjórum, annars vegar upplestararkvöld með kaffihúsastemningu og hins vegar upplestrarstund fyrir yngri börn voru vel sóttar. 

Nú er jólabókaflóðið að skella á og jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar orðin fullskipulögð. Fyrri tvær upplestrarstundirnar, annars vegar upplestararkvöld með kaffihúsastemningu og hins vegar upplestrarstund fyrir yngri börn voru vel sóttar og þétt setnar. Í dag kl. 17 er upplestur fyrir eldri börn í bókasafni þar sem Benný Sif Ísleifsdóttir les upp úr bók sinni Álfarannsóknin og Ævar Þór Benediktsson úr bók sinni Þinn eigin tölvuleikur. 

Upplestrarkvöld fimmtudaginn 28. nóvember kl. 20:00

  • Andri Snær Magnason – Um tímann og vatnið
  • Fríða Ísberg – Leðurjakkaveður
  • Dóri DNA – Kokkáll
  • Dagur Hjartarson – Við erum ekki morðingjar

Notaleg kaffihúsastemning í samstarfi við Pallet sem selur veitingar. 

Dagskráin í desember er viðburðarík á Bókasafni Hafnarfjarðar. Endilega fylgstu með á heimasíðunni og á Facebook

Dæmi um skemmtilega viðburði í desember 

  • 17. og 18. desember kl. 16-19: slökunarstund
  • Jólabíó:
    – 9. desember: Miracle on 34th Street
    – 11. desember: Home Alone
    – 16. desember: It’s a Wonderful Life
    – 19. desember: The Grinch
Ábendingagátt