Grunnskólameistarar 2015-2016

Fréttir

Lækjarskóli er sigurveg­ari í íþróttamóti grunn­skóla Hafnarfjarðar skólaárið 2015-2016. Mótið er haldið árlega og eru það 9. bekk­ingar grunnskólanna sem keppa fyrir hönd skólanna ár hvert. 

 

Lækjarskóli er sigurveg­ari í íþróttamóti grunn­skóla Hafnarfjarðar skólaárið 2015-2016. Mótið er haldið árlega og eru það 9. bekk­ingar grunnskólanna sem keppa fyrir hönd skólanna ár hvert. Keppnin var haldin á Ásvöllum í ár en skipst er á að halda keppnina á Ás­völlum og í Kaplakrika. Sömuleiðis er örlítið mismunandi eftir keppnisstöðum í hvaða íþrótta­greinum er keppt hverju sinni en sigurvegari er sá skóli sem hlýtur bestan samanlagðan fjölda í öllum keppnisgreinum. Keppnisgreinar eru allar hópgreinar eða lagður er saman einstaklingsárangur í einstaklingsgreinum ef slíkt á við. Öll lið eru kynjablönduð eftir ákveðnu kerfi. Í ár var keppt í sundi, fótbolta, bandí, körfubolta og víðavangs­hlaupi  (kringum Ástjörn).

Grunnskolamot3Grunnskolamot1

Mjótt á munum á milli skóla

Lækjarskóli sigraði með 37 stigum, Víðistaðaskóli varð annar með 34 stig og Setbergsskóli þriðji með 30 stig. Í einstaka keppnisgreinum sigraði Setbergs­skóli í fótbolta, Áslandsskóli í bandí, Víðistaðaskóli í  sundi og Lækjarskóli í körfubolta.

Ábendingagátt