Lækjarskóli sigurvegari í sínum flokki í Lífshlaupinu

Fréttir

Nemendur í Lækjarskóla voru meðal þeirra sem tóku virkan þátt í grunnskólakeppni Lífshlaupsins 2023. 100% þátttaka var meðal nemenda í skólanum og lagðist skólasamfélagið í heild á eitt við hreyfingu, hvatningu og skráningu. Metnaðurinn skilaði Lækjarskóla 1. sæti í sínum flokki í Lífshlaupinu.

Metnaður í hreyfingu og skráningu skilaði skólanum sigri

Einstaklingar, starfsfólk fyrirtækja og nemendur í Hafnarfirði létu ekki sitt eftir liggja í Lífshlaupinu þetta árið. Nemendur í Lækjarskóla voru meðal þeirra sem tóku virkan þátt í grunnskólakeppni Lífshlaupsins. 100% þátttaka var meðal nemenda í skólanum og lagðist skólasamfélagið í heild á eitt við hreyfingu, hvatningu og skráningu. Metnaðurinn skilaði Lækjarskóla 1. sætinu í flokknum 300-499 nemendur í grunnskólakeppninni.

Fulltrúar nemenda í Lækjarskóla með Guðbjörgu Dögg Gunnarsdóttur skólastjóra taka á móti viðurkenningu ÍSÍ fyrir sigur í sínum flokki.

Fulltrúar nemenda í Lækjarskóla með Guðbjörgu Dögg Gunnarsdóttur skólastjóra taka á móti viðurkenningu ÍSÍ fyrir sigur í sínum flokki.

Þau komu, sáu og sigruðu – til hamingju nemendur og starfsfólk! 

Nemendur og kennarar við skólann eiga mikið og stórt hrós skilið fyrir góða frammistöðu. Kennarar hvöttu hópinn áfram og aðstoðuðu nemendur við skráningu á hinni ýmsu daglegu hreyfingu inn í keppnina, m.a. göngu, leikfimi, knattspyrnu, frjálsum, fimleikum, sundi, körfuknattleik, dans, hlaupi og útihlaupi svo fátt eitt sé nefnt.  Grunnskólakeppnin skiptist í fjóra flokka eftir fjölda nemenda og stendur hún yfir í tvær vikur frá 1. – 14. febrúar. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hittu nemendur á sal skólans í vikulok og færðu þeim skemmtun frá hinum eina sanna og hafnfirska Friðriki Dór sem viðurkenningu fyrir frábæran árangur og fyrir að vera metnaðarfullar fyrirmyndir hreyfingar og hreysti í heilsubænum Hafnarfirði.

Mikill metnaður skilaði Lækjarskóla 1. sætinu í flokknum 300-499 nemendur í grunnskólakeppninni.

Mikill metnaður skilaði Lækjarskóla 1. sætinu í flokknum 300-499 nemendur í grunnskólakeppninni.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hittu nemendur á sal skólans í vikulok og færðu þeim skemmtun frá hinum eina sanna og hafnfirska Friðriki Dór sem viðurkenningu fyrir frábæran árangur.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hittu nemendur á sal skólans í vikulok og færðu þeim blóm og skemmtun frá hinum eina sanna og hafnfirska Friðriki Dór sem viðurkenningu heilsubæjarins Hafnarfjarðar fyrir frábæran árangur.

Lífshlaupið er árlegt heilsu- og hvatningarverkefni

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) þar sem landsmenn á öllum aldri eru hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er í frítíma, vinnu, skóla og við val á ferðamáta.  Í Lífshlaupinu 2023 tóku  16.745 landsmanna þátt í 1.495 liðum sem hreyfðu sig í 15.623.748 mínútur í 202.264 daga. Fulltrúar frá þeim vinnustöðum og skólum sem hlutskarpastir voru tóku á móti verðlaunum í veislusal Þróttar í Laugardal í síðustu viku.

Takk fyrir þátttökuna í ár!

Heilsubærinn Hafnarfjörður fagnar þátttöku einstaklinga, fyrirtækja, hópa, skóla og stofnanna í Hafnarfirði í Lífshlaupinu og bindur vonir við að átak í daglegri hreyfingu í febrúar kristallist áfram á komandi mánuði og ár.

Öll úrslit í Lífshlaupinu 2023 og myndir má finna á vef verkefnisins

 

Ábendingagátt