Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nemendur í Lækjarskóla voru meðal þeirra sem tóku virkan þátt í grunnskólakeppni Lífshlaupsins 2023. 100% þátttaka var meðal nemenda í skólanum og lagðist skólasamfélagið í heild á eitt við hreyfingu, hvatningu og skráningu. Metnaðurinn skilaði Lækjarskóla 1. sæti í sínum flokki í Lífshlaupinu.
Einstaklingar, starfsfólk fyrirtækja og nemendur í Hafnarfirði létu ekki sitt eftir liggja í Lífshlaupinu þetta árið. Nemendur í Lækjarskóla voru meðal þeirra sem tóku virkan þátt í grunnskólakeppni Lífshlaupsins. 100% þátttaka var meðal nemenda í skólanum og lagðist skólasamfélagið í heild á eitt við hreyfingu, hvatningu og skráningu. Metnaðurinn skilaði Lækjarskóla 1. sætinu í flokknum 300-499 nemendur í grunnskólakeppninni.
Fulltrúar nemenda í Lækjarskóla með Guðbjörgu Dögg Gunnarsdóttur skólastjóra taka á móti viðurkenningu ÍSÍ fyrir sigur í sínum flokki.
Nemendur og kennarar við skólann eiga mikið og stórt hrós skilið fyrir góða frammistöðu. Kennarar hvöttu hópinn áfram og aðstoðuðu nemendur við skráningu á hinni ýmsu daglegu hreyfingu inn í keppnina, m.a. göngu, leikfimi, knattspyrnu, frjálsum, fimleikum, sundi, körfuknattleik, dans, hlaupi og útihlaupi svo fátt eitt sé nefnt. Grunnskólakeppnin skiptist í fjóra flokka eftir fjölda nemenda og stendur hún yfir í tvær vikur frá 1. – 14. febrúar. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hittu nemendur á sal skólans í vikulok og færðu þeim skemmtun frá hinum eina sanna og hafnfirska Friðriki Dór sem viðurkenningu fyrir frábæran árangur og fyrir að vera metnaðarfullar fyrirmyndir hreyfingar og hreysti í heilsubænum Hafnarfirði.
Mikill metnaður skilaði Lækjarskóla 1. sætinu í flokknum 300-499 nemendur í grunnskólakeppninni.
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar hittu nemendur á sal skólans í vikulok og færðu þeim blóm og skemmtun frá hinum eina sanna og hafnfirska Friðriki Dór sem viðurkenningu heilsubæjarins Hafnarfjarðar fyrir frábæran árangur.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) þar sem landsmenn á öllum aldri eru hvattir til þess að huga að sinni daglegu hreyfingu og auka hana eins og kostur er í frítíma, vinnu, skóla og við val á ferðamáta. Í Lífshlaupinu 2023 tóku 16.745 landsmanna þátt í 1.495 liðum sem hreyfðu sig í 15.623.748 mínútur í 202.264 daga. Fulltrúar frá þeim vinnustöðum og skólum sem hlutskarpastir voru tóku á móti verðlaunum í veislusal Þróttar í Laugardal í síðustu viku.
Heilsubærinn Hafnarfjörður fagnar þátttöku einstaklinga, fyrirtækja, hópa, skóla og stofnanna í Hafnarfirði í Lífshlaupinu og bindur vonir við að átak í daglegri hreyfingu í febrúar kristallist áfram á komandi mánuði og ár.
Öll úrslit í Lífshlaupinu 2023 og myndir má finna á vef verkefnisins
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…