Lækjarskóli sigurvegari íþróttamótsins

Fréttir

Lækjarskóli var sigurvegari í íþróttamóti grunnskólanna í Hafnarfirði núna í maí eftir harða keppni milli skólanna en það eru 9. bekkingar skólanna sem keppa sín í milli.

Lækjarskóli er sigurvegari í íþróttamóti grunnskólanna í Hafnarfirði skólaárið 2014-2015. Keppnin var haldin í Kaplakrika í ár í maí. Það er breytilegt milli ára hverjar keppnisgreinar eru en í ár voru þær fótbolti, handbolti, bandý og frjálsar íþróttir (langstökk, 400 m hlaup og 200 m boðhlaup). Í hverju keppnisliði er blandað saman stelpum og strákum eftir ákveðnum leikreglum.

Keppni var mjög hörð í ár. Þannig sigraði Áslandsskóli fótboltakeppnina, Víðistaðaskóli handboltann, Hraunvallaskóli í bandý og Setbergsskóli í frjálsum íþróttum þótt Lækjarskóli hefði unnið heildarkeppnina í samræmi við stigareglur keppninnar. Lækjarskóli fékk 30 stig og því fyrsta sætið, Setbergsskóli 29 stig í öðru sæti og Hraunvallaskóli 25 stig í þriðja sæti.

Það eru íþróttakennarar grunnskólanna sem stjórna íþróttamótinu.

Ábendingagátt