Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, kom færandi hendi á dögunum með gjöf handa öllum leikskólum í Hafnarfirði. Gjöfin er heildstætt efni úr námsefni hennar „Lærum og leikum með hljóðin“ og er tilefnið þrjátíu ára starfsafmæli Bryndísar í þágu talmeinafræðinnar.
Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur og formaður málnefndar um íslenskt táknmál, kom færandi hendi á dögunum með gjöf handa öllum leikskólum í Hafnarfirði. Gjöfin er heildstætt efni úr námsefni hennar „Lærum og leikum með hljóðin“ og er tilefnið þrjátíu ára starfsafmæli Bryndísar í þágu talmeinafræðinnar. Gjöfin bætir aðgengi leikskólanna að efni sem undirbýr börn fyrir læsi.
Bryndís hefur starfað á Íslandi í rúmlega 30 ár sem talmeinafræðingur og meðal annars gefið út námsefni undir heitinu, Lærum og leikum með hljóðin. Efni sem hlotið hefur ýmsar viðurkenningar og ætlað er öllum barnafjölskyldum og skólum. Námsefnið byggir á fagþekkingu talmeinafræðinnar, rannsóknum og reynslu af því að vinna með börnum, foreldrum og fagfólki skóla. Efnið er kærkomin viðbót við kennslu og málörvun leikskólanna í tengslum við læsisstefnu Hafnarfjarðar Lestur er lífsins leikur.
Leikskólastjórar í Hafnarfirði tóku á móti gjöf Bryndísar í dag
Heildstætt efni úr Lærum og leikum með hljóðin
Í tilefni af þessum stóru og merku tímamótum í starfi ákvað Bryndís í samstarfi við fjölskyldu, fyrirtæki og einstaklinga að gefa efni til leikskóla á Íslandi og fá allir leikskólar á landinu heildstætt efni úr Lærum og leikum með hljóðin að gjöf til að nýta í starfi sínu með leikskólabörnum. Aukaefni eins og púsl, límmiðar og vinnusvuntur, sem styðja við hljóðanámið með fallegum stafamyndum, fylgir með í skólapökkunum. Einnig eru smáforrit fyrir iPad gefin samhliða til allra skólanna. Samstarfsaðilar Bryndísar í þessu verkefni eru m.a. Marel, Lýsi, Ikea og hjónin Björgólfur Thor og Kristín Ólafsdóttir auk aðkomu Raddlistar sem er fyrirtæki Bryndísar í talþjálfun.
„Hér er um að ræða innihaldsríka og fallega gjöf í þágu skólasamfélagsins í Hafnarfirði sem við erum innilega þakklát fyrir. Efnið og þetta frábæra framtak Bryndísar er til fyrirmyndar og talar í takt við stefnu okkar og áherslur í læsi og lesskilningi barna frá unga aldri. Um nokkuð langt skeið höfum við haldið úti læsiverkefninu „Lestur er lífsins leikur“ með mjög góðum árangri og nú bætist við meira faglegt efni og vel framsett sem notað verður innan leikskólanna. Töluvert margir leikskólar eiga þegar efni frá Bryndísi sem barist er um inn á deildunum. Þetta eykur aðgengi að faglegu efni sem leikskólarnir nota mikið við sína vinnu“ segir Fanney D. Halldórsdóttir fræðslustjóri Hafnarfjarðarbæjar við afhendingu á skólapökkunum til allra leikskólastjóra Hafnarfjarðar í dag. Lestur er lífsins leikur er samfélagslegt verkefni þar sem leik- og grunnskólar Hafnarfjarðarbæjar, ásamt foreldrum og ýmsum stofnunum bæjarins hafa tekið höndum saman um að efla málþroska og læsi barna. Tilgangur þess er að efla læsi og lesskilning með það fyrir augum að nemendur geti lesið sér til gagns og ánægju við lok grunnskólagöngu. Sett eru viðmið um æskilegan árangur og áhersla lögð á að veita öllum nemendum kennslu við hæfi. Bryndís tekur undir þetta. „Það er mikilvægt að leggja grunn að læsi frá unga aldri með áherslu á þá þætti sem rannsóknir sýna að skipta meginmáli fyrir framtíðarnám barnanna okkar. Lærum og leikum með hljóðin kennir framburð hljóða, hljóðavitund og bókstafi, þjálfar hljóðkerfisþætti, eykur orðaforða og hugtakaskilning, auk þess að gefa fyrirmynd að setningagerð og mörgum málfræðiþáttum íslenskunnar“ segir Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur og forsprakki verkefnisins.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…