Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Lestrarverkefnið LÆK er í nýjasta útspil Hafnarfjarðarbæjar í þeirri mikilvægu vegferð að efla lestur og lesskilning nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar. Verkefnið er stórt í sniðum og kallar á samstarf og áhuga alls skólasamfélagsins og öflugan stuðning bæjaryfirvalda.
Lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í samfélaginu og hefur starfsfólk leik- og grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar óhrætt farið skapandi leiðir í þeirri mikilvægu vegferð að efla lestur og lesskilning nemenda. Lestrarverkefnið LÆK er í nýjasta útspilið og hefur Hafnarfjarðarbær fengið til liðs við sig tvo af fremstu barnabókahöfundum landsins. Verkefnið er stórt í sniðum og kallar á samstarf og áhuga alls skólasamfélagsins og öflugan stuðning bæjaryfirvalda.
Barnabókahöfundarnir, Gunnar Helgason og Bergrún Íris Sævarsdóttir, munu á skólaárinu 2023-2024 skrifa alls 18 smásögur í samstarfi við kennara og nemendur á mið- og unglingastigi í níu grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar. Bergrún Íris skrifar fyrir miðstig og Gunnar Helgason fyrir unglingastig. LÆK vegferðin er þegar hafin og hafa þau Gunnar og Bergrún farið í alla grunnskóla Hafnarfjarðar í vikunni og kynnt verkefnið fyrir nemendum.
Í framhaldi munu allir nemendur senda inn hugmynd að söguefni sem má vera eitt orð, nafn eða heilsteypt hugmynd auk þess að senda inn tillögur að nöfnum á sögupersónur. Eina skilyrðið er að sögusviðið tengist skóla nemanda eða skólahverfi. Nemendur munu að sjálfsögðu leggja sitt mat á skrifin, velja sína uppáhalds sögu á hvoru stigi auk þess að vinna verkefni úr sögunni sem fjallar um þeirra skólahverfi. Þau hafa svo möguleika á að vinna til verðlauna ef þeirra hugmynd ratar í sögurnar. Þann 18. september nk. munu höfundar draga hugmyndirnar úr potti hvers skóla og skólastigs. Hvor höfundur um sig ræður fjölda dreginna hugmynda og hættir þegar hann telur að nóg sé komið í heila sögu. Höfundarnir ljúka skrifum 1. febrúar 2024 og munu sögurnar verða gefnar út í fallegri bók á síðasta vetrardag 2024.
Bergrún Íris Sævarsdóttir hittir krakkana í Víðistaðaskóla
Gunnar Helgason kynnir LÆK í Hraunvallaskóla
Stórglæsileg bókarkápa hefur þegar verið hönnuð af Sigmundi Breiðfjörð Þorgeirssyni teiknara.
Bókakápa bókarinnar LÆK. Sigmundur Breiðfjörð Þorgeirsson teiknaði.
Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær unnið markvisst eftir skýrri og skilvirkri læsisstefnu sem ber heitir Lestur er lífsins leikur. Um er að ræða stórt samfélagslegt verkefni þar sem leik- og grunnskólar, ásamt foreldrum, heilsugæslu, dagforeldrum og ýmsum stofnunum bæjarins, taka höndum saman um að efla málþroska og læsi barna. Yfirlýst markmið verkefnis er að nemendur geti lesið sér til gagns og ánægju við lok grunnskólagöngu og því lögð sérstök áhersla á skapandi og hvetjandi leiðir og að veita öllum nemendum kennslu við hæfi. Þetta stóra samstarfsverkefni samfélagsins í Hafnarfirði hefur meðal annars skilað sér í aukinni samfellu milli skólastiga og lagt línurnar um mikilvægi læsis sem grunnstoð alls náms.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.