Langvarandi ljósleysi í miðbæ og á Hvaleyrarbraut

Fréttir

Töluvert hefur verið um ljósleysi í Hafnarfirði síðustu daga og vikur. Ítrekaðar bilanir hafa verið að koma upp sem ná m.a. til Sörlasvæðis, Kaldárselsvegar, miðbæjar og Hvaleyrarbrautar. Lagfæringar á Sörlasvæði og Kaldárselsveg eiga að klárast í dag en gera má ráð fyrir að ljósleysi í miðbæ og á Hvaleyrarbraut verði a.m.k. fram yfir helgi. Ástæður eru framkvæmdir á svæðinu með tilheyrandi keðjuverkandi áhrifum. Eins er fjöldi stakra ljóslausra staura víða um bæinn sem unnið er að lagfæringu á eftir atvikum daglega.

Fjöldi stakra ljóslausra staura víða um bæinn – látið vita

Töluvert hefur verið um ljósleysi í Hafnarfirði síðustu daga og vikur. Ítrekaðar bilanir hafa verið að koma upp sem ná m.a. til Sörlasvæðis, Kaldárselsvegar, miðbæjar og Hvaleyrarbrautar. Lagfæringar á Sörlasvæði og Kaldárselsveg eiga að klárast í dag en gera má ráð fyrir að ljósleysi í miðbæ og á Hvaleyrarbraut verði a.m.k. fram yfir helgi. Ástæður eru framkvæmdir á svæðinu með tilheyrandi keðjuverkandi áhrifum. Eins er fjöldi stakra ljóslausra staura víða um bæinn sem unnið er að lagfæringu á eftir atvikum daglega. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að lampar logi ekki, t.d. ónýt pera/lampi, bilun í streng eða í spennistöð. Ábendingar um ljósleysi hafa verið að berast frá íbúum í flestum hverfum.

Skrá ábendingu um ljósleysi í ábendingagátt

Komum ábendingum um ljósleysi strax í réttan farveg

Vakin er sérstök athygli á því að ekki nægir að merkja Hafnarfjarðarbæ í færslum á samfélagsmiðlum undir færslum sveitarfélagsins eða á íbúasíðum heldur þarf ábending að berast í gegnum ábendingagátt. Allar ábendingar fara á lista og til framkvæmda um leið og tími vinnst til. Bilanir koma upp vikulega, stundum í heilu götunum og það hversu lengi ljósleysið varir fer eftir umfangi bilunar en allt kapp er lagt á að koma lýsingu á á nýjan leik eins fljótt og unnt er. Endurnýjun gatnalýsingar í Hafnarfirði með LED væðingu hefur gengið vel og gert er ráð fyrir að henni muni ljúka að mestu á nýju ári. Mestmegnis af lýsingunni í dag er LED og er horft til ljósgæða, öryggis og hönnunarstaðla þegar lýsing er sett upp. Sú vinna er að eiga sér stað, samhliða 100% LED væðingu sveitarfélagsins, að setja upp nýjar stýringar á allt lýsingarkerfi bæjarins sem mun auðvelda alla greiningarvinnu og viðbrögð við ljósleysi. Þessi vinna mun taka 2-3 ár og á meðan þurfa upplýsingar og ábendingar um ljósleysi að vera unnar í góðu samtarfi við íbúa og fyrirtækin í bænum.

Takk fyrir að láta okkur vita af ljósleysi!

Ábendingagátt