Íbúar Latabæjar heimsækja leikskóla Hafnarfjarðar

Fréttir

Tveir af íbúum Latabæjar, þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín, hafa að undanförnu heimsótt leikskóla vinabæjarins Hafnarfjarðar. Þær stöllur hafa skemmt krökkunum og starfsfólki með spjalli, söng og dansi en megintilgangur með heimsókninni er sem áður hjá íbúum Latabæjar, að hvetja til hreyfingar og holls mataræðis.

Megintilgangurinn að hvetja til hreyfingar og holls mataræðis 

Tveir af íbúum Latabæjar, þær Solla stirða og Halla hrekkjusvín, hafa að undanförnu heimsótt leikskóla vinabæjarins Hafnarfjarðar. Þær stöllur hafa skemmt krökkunum og starfsfólki með spjalli, söng og dansi en megintilgangur með heimsókninni er sem áður hjá íbúum Latabæjar, að hvetja til hreyfingar og holls mataræðis.

5O5A1117

Solla stirða og Halla hrekkjusvín heimsóttu leikskólann Álfaberg fyrr í mánuðinum. Eins og sjá má  þá vakti koma þeirra og skemmtun mikla kátínu. 

Latibær er heilsubær líkt og Hafnarfjörður 

Latibær er mikill heilsubær líkt og Hafnarfjörður og hafa íbúar við skemmtanir sínar ákveðna punkta og skilaboð að leiðarljósi sem þeir matreiða og færa börnum eftir fjölbreyttum og grípandi leiðum. Þessir punktar og leiðarljós ríma einstaklega vel við heilsustefnu og markmið heilsubæjarins Hafnarfjarðar.

  • Hvetja börn til að hreyfa sig með því að sýna og án þess að segja  
  • Hvetja börn til að borða hollan mat
  • Vera með skemmtilegt atriði sem allir geta tekið þátt í og haft gaman af
  • Nota skemmtilega og taktfasta tónlist sem auðvelt er að hreyfa sig við
  • Skilja hópinn eftir jákvæðan og hressan með heimsóknina 
  • Sýna fram á mikilvægi þess að vera vinir og gera hlutina saman

Þökkum vinum okkar í Latabæ fyrir heilsueflandi heimsóknir! 

Latibær fékk styrk frá bæjarráði Hafnarfjarðar (í seinni úthlutun ráðsins 2021) og Fjarðarkaupum til að uppfylla þann draum að heimsækja alla leikskólana í Hafnarfirði með heilsueflandi og hvetjandi samverustund. 

5O5A12165O5A12205O5A11265O5A11295O5A11755O5A11405O5A12055O5A11175O5A1257

Ábendingagátt