Laufléttur og snjall ratleikur um Hellisgerði

Fréttir

Í jólaævintýragarðinum Hellisgerði er að finna fallega skreytta hátíðarveröld, leiksvæði og einstaka náttúru, rétt við miðbæinn. Þar má einnig finna ýmiss konar jólaverur. Búið er að setja upp laufléttan og snjallan ratleik sem Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar á öllum aldri geta tekið þátt í sem þó er sérstaklega sniðinn að þátttöku þeirra sem yngri eru. 

Í jólaævintýragarðinum Hellisgerði er að finna fallega skreytta hátíðarveröld, leiksvæði og einstaka náttúru, rétt við miðbæinn. Þar má einnig finna ýmiss konar jólaverur. Búið er að setja upp laufléttan og snjallan ratleik sem Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar á öllum aldri geta tekið þátt í sem þó er sérstaklega sniðinn að þátttöku þeirra sem yngri eru. 

Dregið verður úr réttum svörum á þrettándanum (miðvikudaginn 6. janúar 2021) og fá þrír heppnir aðilar vinning.

Takið þátt með snjalltækjum í ratleik Hafnarfjarðarbæjar

  • Hversu margar jólakúlur hanga úr trjám?
  • Hvað eru margir íkornar í felum?
  • Hvað eru mörg hreindýr í Hellisgerði?
  • Hvar er piparkökukarlinn?


Takið þátt í laufléttum ratleik um Hellisgerði – hlekkur á ratleikinn 

Viltu fleiri hugmyndir að skemmtilegum verkefnum heimavið eða í næsta nágrenni?

Við höfum sett saman heilt stafróf af hugmyndum – sjá hér 

Ábendingagátt