Leiðbeiningar um heimsóknir vegna Covid19

Fréttir

Til að gæta fyllsta öryggis og í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp vegna innanlandssmita og mögulegrar hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að gefa út tilmæli um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa.

Til að gæta fyllsta öryggis og í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp vegna innanlandssmita og mögulegrar hópsýkingar á höfuðborgarsvæðinu hefur Hafnarfjarðarbær ákveðið að gefa út tilmæli um heimsóknir í þjónustuíbúðir fyrir aldraða, á hjúkrunarheimili og búsetukjarna fyrir fatlað fólk gagngert til að vernda okkar viðkvæmustu hópa.

  • Fólk sem hefur verið erlendis á EKKI að heimsækja íbúa í 14 daga eftir komu til landsins. Þetta gildir einnig þó ekki hafi greinst smit við sýnatöku á landamærum.
  • Fólk sem hefur umgengist einstaklinga með smit á EKKI að heimsækja íbúa.
  • Fólk sem finnur fyrir kvefi eða flensulíkum einkennum á EKKI að heimsækja íbúa.

Starfsfólk í þjónustuíbúðum fyrir aldraða, á hjúkrunarheimilum og búsetukjörnum fer eftir sömu tilmælum í starfi sínu. Aðrir gestir geta heimsótt íbúa, en mikilvægt er að fyllstu varúðar sé gætt og samfélagssáttmáli hafður í heiðri í öllum tilfellum.

Endurmat á stöðu mála mun eiga sér stað þann 13. júlí nk.

Ábendingagátt