Leiðrétting á lóðarleigu 12 lóða á hafnarsvæðinu

Fréttir

Um ármót var gerð sú breyting að bæjarsjóður Hafnarfjarðarkaupstaðar tók að sér að annast bókhald og fjárreiður Hafnarfjarðarhafnar.

Um ármót var gerð sú breyting að bæjarsjóður Hafnarfjarðarkaupstaðar tók að sér að annast bókhald og fjárreiður Hafnarfjarðarhafnar  sem m.a. felur í sér innheimtu lóða- og fasteignagjalda fyrir Hafnarfjarðarhöfn.

Markmiðið með breytingunni var að allar stofnanir bæjarins væri í sama bókhaldskerfi og að sömu ferlar væru notaðir þegar kemur að bókhaldi bæjarins.

Við breytinguna kom í ljós að skráning 12 lóða í eigu Hafnarfjarðarhafnar var röng sem leiddi af sér að lóðarleigan var tvíinnheimt, þ.e. Hafnarfjarðarkaupstaður innheimti lóðarleigu skv. gjaldskrá og einnig Hafnarfjarðarhöfn . Leiðréttingin er að mestu vegna tveggja síðustu ára en nær þó lengra aftur í tímann.

„ Við biðjumst velvirðingar á þessu og nú þegar er  búið  að bregðast við og leiðrétta álagningu lóðanna vegna 2015, skráning verður leiðrétt hjá fasteignaskrá og viðkomandi eigendum lóðanna hefur verið sent bréf  og  í kjölfarið verða of rukkuð gjöld endurgreidd og nemur sú upphæð alls 15.5 m.kr. “ segir Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri.

Ábendingagátt