Leiðtogaskólinn útskrifar stjórnendur í 3. sinn

Fréttir

Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.

Útskrifað úr skólanum í annað sinn

Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Þetta er þriðji stjórnendahópurinn sem útskrifast úr skólanum.

Markmið Leiðtogaskólans er að skapa menningu árangursmiðaðar stjórnunar í samræmi við einkunnarorð okkar: Hlýleg, áreiðanleg og snjöll þjónusta. Tilgangurinn er að efla leiðtogahæfni stjórnenda hjá Hafnarfjarðarbæ og hvetja starfsfólk til frekari framþróunar. Þessir stjórnendur eins og fyrri hóparnir tveir fengu innsýn í valdeflandi leiðtogaþjálfun, góða stjórnsýslu, hvernig leiðtoginn er hreyfiafl, fjármál, jafnræði og stjórnun.

Vöxtur og virðing

„Það er von okkar að þið hafið öðlast nýja færni og þekkingu í náminu og fengið verkfæri sem nýtist til að leiða teymin ykkar og skapa menningu vaxtar og virðingar inn á vinnustaðnum okkar, Hafnarfjarðarbæjar,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri í úrskrift stjórnendanna á dögunum.

Um 90 stjórnendur hafa nú lokið náminu með góðum árangri. Leiðtogaskólinn verður haldinn í síðasta sinn í núverandi mynd á vorönn 2026, þá verða um 120 stjórnendur útskrifaðir samanlagt. Síðan verður námið eftir þörfum þegar nýir stjórnendur bætast í hópinn.

Öflugt starfsfólk

„Ég hef sagt það áður og endurtek ég hér með, það eru forréttindi að tilheyra þessum öfluga hópi starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar. Það er meðal annars ykkur að þakka að við sjáum góðan árangur í vinnustaðagreiningu, við sjáum Hafnarfjörð koma vel út úr þjónustukönnun Gallup. Takk fyrir ykkur og ykkar góðu störf,“ sagði Valdimar við útskriftina.

Já, öflugir stjórnendur gera Hafnarfjarðarbæ enn betri.

Ábendingagátt