Leiguhúsnæði í hjarta Hafnarfjarðar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær auglýsir Strandgötu 4 til leigu. Fasteignin er kjallari, tvær hæðir og ris, alls um 515 m². Fasteignin er öll auglýst til leigu og er gert ráð fyrir því að hún verði leigð í heild sinni til eins aðila. 

Hafnarfjarðarbær
auglýsir Strandgötu 4 til leigu. 

Fasteignin er kjallari, tvær hæðir og ris, alls um 515 m². Húsið er steinsteypt, byggt árið 1930 af Jóni Mathiesen kaupmanni sem rak þar verslun í mörg ár og bjó á efri hæð.

Fasteignin verður afhent haustið 2017

Fasteignin er öll auglýst til leigu og er gert ráð fyrir því að hún verði leigð í heild sinni til eins aðila með ótímabundnum leigusamningi með 6 mánaða uppsagnarfresti og ákvæðum um endurskoðun húsaleigu.  Fasteignin verður til sýnis frá og með 7. júní n.k. í samráði við Hálfdán Þórðarson í síma 664-5656. Fyrirspurnir skulu berast fyrir kl. 17 þann 9. júní n.k. á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is Fyrirspurnum verður svarað 13. júní n.k.

Skil tilboða – 21. júní 2017

Tilboðsgjafi skal með tilboði sínu um leiguverð, skila greinargerð um hvers konar starfsemi er gert ráð fyrir í húsinu, jafnframt skulu vera ítarlegar upplýsingar um tilboðsgjafa, s.s. fjárhagsupplýsingar, greiðslugeta og upplýsingar samstarfsaðila ef það á við. Við mat á tilboðum má búast við að sérstaklega verði litið til hugmynda sem taldar eru styrkja starfsemi og auka mannlíf miðbæjarins.Tilboðsgjafar skulu skila tilboðum til Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, merkt – Strandgata 4 – fyrir kl. 11 þann 21. júní 2017 þá verða þau opnuð í viðurvist bjóðenda er þess óska.

Ábendingagátt