Leiguíbúðir í Skarðshlíð – frestur rennur út 10.nóvember

Fréttir

Hafnarfjarðarbær f.h. Skarðshlíðar íbúðarfélags hses auglýsti nýverið lausar til umsóknar leiguíbúðir við Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti sunnudaginn 10. nóvember  

Leiguíbúðunum er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu.

Hafnarfjarðarbær f.h. Skarðshlíðar íbúðarfélags hses auglýsti nýverið lausar til umsóknar leiguíbúðir við Hádegisskarð 12 og 16 í Skarðshlíð. Tíu íbúðum af tólf verður úthlutað samkvæmt fyrirliggjandi úthlutunarreglum og ákvæðum laga um almennar íbúðir. Leiguverð er í kringum 2.500.- kr. á fermetra (október 2019) og uppfærist reglubundið samkvæmt vísitöluneysluverðs til verðtryggingar. Umsóknarfrestur rennur úr á miðnætti sunnudaginn 10. nóvember. Sótt er um rafrænt í gegnum MÍNAR SÍÐUR – umsókn um leiguíbúð. Gert er ráð fyrir að fyrstu íbúarnir flytji inn um miðjan desember. 

Úthlutun og úthlutunarreglur

Vísað er í úthlutunarreglur varðandi m.a. skilyrði fyrir úthlutun íbúða, skráningu á biðlista, umsóknir, úthlutanir og fleira. Árstekjur leigjenda almennra íbúða við upphaf leigu (2019) skulu ekki nema hærri fjárhæð en 5.345.000 kr. fyrir hvern einstakling en 7.484.000 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk. Við þá fjárhæð bætast 1.336.000 kr. fyrir hvert barn eða ungmenni að 20 ára aldri sem býr á heimilinu. Samanlögð heildareign leigjenda almennra íbúða að frádregnum heildarskuldum við upphaf leigu, með vísan til 72.-75. gr. laga um tekjuskatt samkvæmt skattframtali síðasta árs, staðfestu af ríkisskattstjóra, skal ekki nema hærri fjárhæð en 5.769.000 kr.

Ábendingagátt