Leikfélag Hafnarfjarðar fær kapelluna í St. Jó.

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Leikfélag Hafnarfjarðar hafa gert með sér afnota- og samstarfssamning um afnot leikfélagsins af Kapellunni í Lífsgæðasetri í St. Jó að Suðurgötu 41. 

Hafnarfjarðarbær og Leikfélag Hafnarfjarðar hafa gert með sér afnota- og samstarfssamning um afnot leikfélagsins af Kapellunni í Lífsgæðasetri í St. Jó að Suðurgötu 41. Leikfélagið fær Kapelluna til tímabundinna endurgjaldslausra afnota fyrir leiklistarstarfsemi sína og skuldbindur sig samhliða til að standa m.a. fyrir opnum leiklistarnámskeiðum fyrir börn og fullorðna, höfundasmiðjum og fleiru sem er til þess fallið að gæða áhuga bæjarbúa á leiklist og öðrum listgreinum.

IMG_3807

Félagsmenn Leikfélags Hafnarfjarðar hér með bæjarstjóra, sviðsstjóra Stjórnsýslusviðs og verkefnastjóra viðburða hjá Hafnarfjarðarbæ. 

Leikfélaginu er heimiluð endurgjaldslaus afnot af Kapellunni. Framlag Hafnarfjarðarbæjar er í formi eftirgjafar húsaleigu og rafmagns- og hitunarkostnaðar og mun geta nýtt Kapelluna í einstaka tilfellum fyrir starfsemi sína eða fyrir viðburði. Á sama tíma skuldbindur Leikfélag Hafnarfjarðar sig til þess að standa fyrir leiklistarstarfsemi sem mun m.a. samanstanda af opnum leiklistarnámskeiðum fyrir fullorðna / börn og unglinga, höfundasmiðjum í leikritun, uppsetningum á leiksýningum að hausti og vori og kvöldvökum og opnum húsum. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur menningarstefnu Hafnarfjarðarbæjar og stefnu Lífsgæðaseturs St. Jó að leiðarljósi í sínu starfi og skuldbindur sig til þess að koma að skipulagningu og framkvæmd viðburða í Hafnarfirði, s.s. jólaævintýri í Hellisgerði, viðburðum á Björtum dögum og fleira. Leikfélagið fær í sinn hlut allar tekjur sem reksturinn kann að gefa af sér og ber að greiða allan kostnað og gjöld sem af rekstri þess leiðir, s.s. mannahald, ræsting, tækjabúnaður, tryggingar og markaðssetningu. Tekjur þessar eru ætlaðar til að styrkja félagið og efla þjónustu við bæjarbúa. Samningur þessi tók gildi 4. júlí 2019 og gildir til 4. júlí 2020 án uppsagnar.

Afnota- og samstarfssamning má finna í fundargerð bæjarráðs frá 4.júlí 2019 – mál nr. 8

Ábendingagátt