Leikjanámskeið fyrir útskriftarhópa leikskólanna

Fréttir

Boðið er uppá fjölbreytt og uppbyggileg leikjanámskeið fyrir 6 ára útskriftarhópa leikskólanna í öllum frístundaheimilum.

Frá 6. – 21. ágúst, eða frá því að sumarlokun leikskólanna lýkur og þar til starf grunnskólanna hefst með formlegum hætti, er boðið uppá fjölbreytt og uppbyggileg leikjanámskeið fyrir 6 ára útskriftarhópa leikskólanna í öllum frístundaheimilum.

Námskeiðin eru að hluta byggð upp líkt og hefðbundin leikjanámskeið ÍTH en mikil áhersla er lögð á útiveru, hreyfingu og hollustu og er sérstaklega er lagt upp með að kenna gömlu góðu leikina. Þá fá börnin á hverju námskeiði tækifæri til að kynnast nýja skólanum sínum og umhverfi hans með það að leiðarljósi að auka öryggi þeirra og vellíðan við upphaf skólagöngu.

Námskeiðin eru fyrir 6 ára börn fædd árið 2009 og standa frá kl. 8:00 – 17:00 en einnig er í boði að vera hálfan daginn (8-12 eða 13-17). Hefðbundinni dagskrá lýkur kl. 16:00 en til kl. 17:00 er róleg innivera, frjáls leikur o.fl.

Verð fyrir hálfan daginn (frá kl. 8:00 – 12:00 eða 13:00 – 17:00) er 5.500 kr. en allur dagurinn (frá kl. 8:00 – 17:00): 11.000 kr. Skráning fer fram í gegnum 
„Mínar síður“ á www.hafnarfjordur.is – skráning á sumarnámskeið 2015. Á mínum síðum er aðeins hægt að greiða með kreditkorti en hægt er að staðgreiða skráningu í Þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6.

Símanúmer og dagskrá leikjanámskeiðanna er hægt að nálgast hér:

Krakkaberg í Setbergsskóla Dagskrá 565-1031 og 664-5508
Hraunkot í Víðistaðaskóla Dagskrá 595-5828 og 664-5784
Álfahraun í Engidal Dagskrá 555-4434 og 664-5527
Selið í Öldutúnsskóla Dagskrá 565-0332 og 664-5761
Tröllaheimar í Áslandsskóla Dagskrá 585-4611 og 664-5523
Lækjarsel í Lækjarskóla Dagskrá 534-0595 og 664-5510
Hraunsel í Hraunvallaskóla Dagskrá 664-5782
Holtasel í Hvaleyrarskóla Dagskrá 534-0200 og 664-5778
Ábendingagátt