Leikskólaaldur lækkaður og niðurgreiðslur í dagforeldrakerfið auknar

Fréttir

Bæjarráð samþykkti í dag í umboði bæjarstjórnar tillögur fræðsluráðs frá 1. júní um lækkun innritunaraldurs barna í leikskóla og um hækkun á  mótframlagi til foreldra barna hjá dagforeldrum.

Bæjarráð samþykkti í dag í umboði bæjarstjórnar tillögur fræðsluráðs frá 1. júní um lækkun innritunaraldurs barna í leikskóla og um hækkun á  mótframlagi til foreldra barna hjá dagforeldrum.

Stefnt er að því að á kjörtímabilinu verði börn 18 mánaða á því ári sem þau innritast í leikskóla í stað tveggja ára eins og verið hefur.

Niðurgreiðslur vegna barna hjá dagforeldri hækka úr 40.000 kr. í 50.000 kr á mánuði og til viðbótar kemur mótframlag við 18 mánaða aldur barns þar til það fær leikskólavist.

Einnig var samþykkt að hefja undirbúning  að tilraunaverkefni um gjaldfrjálsan leikskóla og verða 1-2 leikskólar fengnir til að taka þátt í því. Reynsla þeirra af verkefninu verður síðan höfð til hliðsjónar þegar ákveðið verður um slíkt skipulag til framtíðar.

„Með þessu er verið að taka fyrsta formlega skrefið í átt að lækkun innritunaraldurs barna á leikskóla bæjarins. Einnig er verið að minnka útgjöld barnafjölskyldna og gera þannig sveitarfélagið samanburðarhæfara í þeim efnum við önnur sveitarfélög, eins og meirihlutinn vill leggja áherslu á,“
 segir Rósa Guðbjartsdóttir formaður bæjarráðs og fagnar því að bæjarráð hafi samþykkt fyrirliggjandi tillögur
.

Hér er hægt að nálgast fundargerð bæjarráðs.

Ábendingagátt