Leikskólabörn til fyrirmyndar

Fréttir

Börnin í leikskólanum við Norðurberg í Hafnarfirði eru einstaklega hugmyndarík og full af kærleika. Það sönnuðu þau í vikunni þegar þau heimsóttu Rauða krossinn í Hafnarfirði með óvæntan glaðning.

Duglegir Hafnfirðingar styðja heilsugæslu í Líbanon

Börnin í leikskólanum við Norðurberg í Hafnarfirði eru einstaklega hugmyndarík og full af kærleika. Það sönnuðu þau í vikunni þegar þau heimsóttu Rauða krossinn í Hafnarfirði með óvæntan glaðning.

Börnin höfðu safnað flöskum til að skila í endurvinnsluna og nam skilagjaldið heilum 25.068 krónum. Það var mat barnanna að þessi upphæð myndi koma að góðum notum í Líbanon, þar sem Rauði krossinn á Íslandi styður við heilsugæslu á hjólum.  Verkefnið veitir nauðsynlega og oft lífsbjargandi heilbrigðisþjónustu til handa flóttafólki sem dvelur í Líbanon. Þar eru langflest frá Sýrlandi. Um þessar mundir eru allt að 1,5 milljón flóttamanna frá Sýrlandi sem dvelja í Líbanon. Gjöf barnanna í Norðurbergi hjálpar til við að gera líf þeirra betra.

Frétt upphaflega birt á heimasíðu Rauða Krossins

 

Ábendingagátt