Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nýverið tók Hafnarfjarðarbær ákvörðun um umbyltingu á leikskólastarfi bæjarins. Breytingin felur í sér aukinn sveigjanleika fyrir starfsfólk leikskólanna, aukið samræmi á milli fyrstu skólastiganna, aukið svigrúm, raunveruleg og raunhæf tækifæri til faglegs starfs og mótun á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum nútíma skólasamfélags.
Fagmenntaðir innan leikskólanna safna upp sinni styttingu og taka út í kringum hátíðir, vetrarfrí og með lengra fríi á sumrin. Annað starfsfólk vinnur 36 stunda vinnuviku. Á Degi leikskólans í vikunni fékk Hafnarfjarðarbær viðurkenninguna Orðsporið 2023 frá Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda í leikskólum fyrir þessar aðgerðir. Hvatningarverðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr í því að efla orðspor leikskólastarfs í landinu og hafa unnið ötullega í þágu leikskóla og leikskólabarna.
Nemendur og starfsfólk leikskólans Hlíðarenda bjóða bæjarstjóra í heimsókn a.m.k. einu sinni á ári. Þessi mynd var tekin sumarið 2022.
„Full þakklætis tókum við á móti Orðsporinu 2023 og erum þess fullviss við séum að stíga mikilvæg skref til framtíðar með þessum aðgerðum okkar hér í Hafnarfirði. Fagfólki í leikskólum hefur fækkað á landsvísu og löngu orðið tímabært að snúa þeirri þróun við. Leikskólakennarar kölluðu eftir þessum breytingum og við svörum því kalli með því að umbylta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Það eru laus pláss í leikskólunum okkar sem við fyllum um leið og starfsfólk hefur verið ráðið,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Yfirlýst markmið með ákvörðun og aðgerðum bæjarins er að fjölga fagfólki í leikskólum sveitarfélagsins og koma í veg fyrir frekari flutning leikskólastarfsfólks á milli skólastiga og atvinnugreina. Leikskólapláss eru í boði í Hafnarfirði, það eina sem vantar er starfsfólk í lausar stöður. Þegar samþykkt var árið 2019 að eitt leyfisbréf gilti til kennslu á bæði leik- og grunnskólastigi fækkaði fagfólki í leikskólum á landsvísu. Svo virðist sem aðgerðir sveitarfélagsins um styttingu vinnutímans og samstillingu skólastiganna séu þegar farnar að skila sér m.a. á leikskólanum Hlíðarenda þar sem menntaður leikskólakennari sem starfað hefur utan geirans um árabil hefur verið ráðinn sem deildarstjóri. Helsta ástæða umsóknar voru breyttar starfsaðstæður og vinnutímafyrirkomulag innan leikskólanna. Samhliða breytingu á vinnutímafyrirkomulagi er unnið að endurskipulagningu á starfsári leikskólanna með það að markmiði að færa skipulag leikskólastarfsins nær skipulagi grunnskólastarfsins með virku og faglegu námi stóran hluta ársins og faglegu tómstunda- og frístundastarfi með öðruvísi áherslum þar fyrir utan. Þannig verður skólaárið; vinnutími og skipulag, í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar sambærilegt á fyrstu tveimur skólastigunum.
Leikskólar í Hafnarfirði fögnuðu Degi leikskólans í upphafi vikunnar með fjölbreyttum hætti og vörpuðu þannig með sýnilegum hætti sérstöku ljósi á það mikla og góða starf sem fram fer innan leikskóla Hafnarfjarðar. Í tilefni dagsins heimsótti bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir, Grænfánaleikskólann Hlíðarenda þar sem rík áhersla er lögð á umhverfismennt í uppeldis- og menntastarfi skólans sem endurspeglast m.a. í öflugri útikennslu, flokkun, ræktun og moltugerð.
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…