Leikskólar landsins eiga daginn í dag!

Fréttir

Á Degi leikskólans er bæði mikilvægt og verðskuldað að varpa sérstöku ljósi á það mikla og góða starfi sem fram fer innan leikskóla Hafnarfjarðar. Lágstemmd, fjölbreytt, aðlöguð og hressandi hátíðarhöld hafa staðið yfir í leikskólunum þessa vikuna og mun komandi vika líka markast, að einhverju leyti, af hátíðarhöldum enda dagurinn stór og kærkominn. 

Dagur leikskólans er 6. febrúar! Til hamingju!

Á Degi leikskólans er bæði mikilvægt og verðskuldað að varpa sérstöku ljósi á það mikla og góða starfi sem fram fer innan leikskóla Hafnarfjarðar. Lágstemmd, fjölbreytt, aðlöguð og hressandi hátíðarhöld hafa staðið yfir í leikskólunum síðustu vikuna og mun komandi vika líka markast, að einhverju leyti, af hátíðarhöldum enda dagurinn stór og kærkominn. Í kringum Dag leikskólans víkur að einhverju leyti skipulagt og metnaðarfullt skólastarf fyrir öðruvísi vinnu og virkni og víða er dagamunur gerður m.a. með stöðvavinnu og öðruvísi  síðdegishressingu. Heimsfaraldur setur áfram sitt mark á skólastarfið en metnaðarfullt og skapandi starfsfólk leikskólanna er einstaklega lagið við að finna lausnir og leiðir í leiksskólastarfinu.

Hfj-19-07-09-16939_1636543979405

Tannheilsa og stærðfræði víða í fyrirrúmi

Tannheilsa

Um árabil hafa margar leikskólar slegið tvær flugur í einu höggi og tengt hátíðarhöldin við hvorutveggja Dag stærðfræðinnar og við tannverndarviku Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Uppbrotið hefur þannig snúið að söng, vinnu og sköpun á efni í kringum stærðfræði, tennur og tannheilsu barnanna. Þannig hefur starfsfólk leikskólanna m.a. lagt sitt að mörkum við að opna augu barnanna enn frekar um mikilvægi góðrar umhirðu tanna, þess að njóta almennt hollrar fæðu og lágmarka neyslu á sykri og sælgæti. Leikskólastarfið er fjölbreytt lærdómssamfélag yngsta skólastigsins þar sem leikskólabörn fást við ólík verkefni sem eflir þau í leik og starfi.

„Mikilvægi leikskólastarfsins hefur ekki síst skynið í gegn á tímum Covid19 þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að halda öllum leikskólum opnum og daglegu starfi gangandi til að ýta undir virkni og vellíðan barnanna sjálfra og ekki síður virkni samfélagsins. Lokun leikskóla getur á tímum heimsfaraldurs haft mikil og keðjuverkandi áhrif í hringrás samfélags og atvinnulífs. Starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðar hefur gert sér grein fyrir mikilvæginu og tekið virkan þátt í allri þeirri aðlögun og sveigjanleika sem faraldurinn hefur kallað á. Á Degi leikskólans vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólki og stjórnendum leikskóla Hafnarfjarðar enn og aftur fyrir þeirra faglega og mikilvæga framlag“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bæjarstjóri hefur haft það fyrir sið að heimsækja einn leikskóla innan sveitarfélagsins í tilefni dagsins en ekki mun verða að slíkri heimsókn enn eitt árið í ljósi takmarkana og lágmörkunar á flæði fullorðinna einstaklinga um leikskólana.

Um Dag leikskólans

Þetta er í 15. skipti sem Degi leikskólans er fagnað með formlegum hætti. Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli, standa fyrir deginum, en þann 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Deginum er einnig ætlað að vekja athygli á stöðu leikskólans, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt til að vekja sérstaka athygli á leikskólastiginu, mikilvægi þess og gildi fyrir fjölskyldur í landinu og fyrir íslenskt atvinnulíf.

Á vefjum leikskóla Hafnarfjarðar má finna ítarlegarupplýsingar um starfsemi skólanna

Ábendingagátt