Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Á Degi leikskólans er bæði mikilvægt og verðskuldað að varpa sérstöku ljósi á það mikla og góða starfi sem fram fer innan leikskóla Hafnarfjarðar. Lágstemmd, fjölbreytt, aðlöguð og hressandi hátíðarhöld hafa staðið yfir í leikskólunum þessa vikuna og mun komandi vika líka markast, að einhverju leyti, af hátíðarhöldum enda dagurinn stór og kærkominn.
Á Degi leikskólans er bæði mikilvægt og verðskuldað að varpa sérstöku ljósi á það mikla og góða starfi sem fram fer innan leikskóla Hafnarfjarðar. Lágstemmd, fjölbreytt, aðlöguð og hressandi hátíðarhöld hafa staðið yfir í leikskólunum síðustu vikuna og mun komandi vika líka markast, að einhverju leyti, af hátíðarhöldum enda dagurinn stór og kærkominn. Í kringum Dag leikskólans víkur að einhverju leyti skipulagt og metnaðarfullt skólastarf fyrir öðruvísi vinnu og virkni og víða er dagamunur gerður m.a. með stöðvavinnu og öðruvísi síðdegishressingu. Heimsfaraldur setur áfram sitt mark á skólastarfið en metnaðarfullt og skapandi starfsfólk leikskólanna er einstaklega lagið við að finna lausnir og leiðir í leiksskólastarfinu.
Um árabil hafa margar leikskólar slegið tvær flugur í einu höggi og tengt hátíðarhöldin við hvorutveggja Dag stærðfræðinnar og við tannverndarviku Embættis landlæknis og Tannlæknafélags Íslands. Uppbrotið hefur þannig snúið að söng, vinnu og sköpun á efni í kringum stærðfræði, tennur og tannheilsu barnanna. Þannig hefur starfsfólk leikskólanna m.a. lagt sitt að mörkum við að opna augu barnanna enn frekar um mikilvægi góðrar umhirðu tanna, þess að njóta almennt hollrar fæðu og lágmarka neyslu á sykri og sælgæti. Leikskólastarfið er fjölbreytt lærdómssamfélag yngsta skólastigsins þar sem leikskólabörn fást við ólík verkefni sem eflir þau í leik og starfi.
„Mikilvægi leikskólastarfsins hefur ekki síst skynið í gegn á tímum Covid19 þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á að halda öllum leikskólum opnum og daglegu starfi gangandi til að ýta undir virkni og vellíðan barnanna sjálfra og ekki síður virkni samfélagsins. Lokun leikskóla getur á tímum heimsfaraldurs haft mikil og keðjuverkandi áhrif í hringrás samfélags og atvinnulífs. Starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðar hefur gert sér grein fyrir mikilvæginu og tekið virkan þátt í allri þeirri aðlögun og sveigjanleika sem faraldurinn hefur kallað á. Á Degi leikskólans vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólki og stjórnendum leikskóla Hafnarfjarðar enn og aftur fyrir þeirra faglega og mikilvæga framlag“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Bæjarstjóri hefur haft það fyrir sið að heimsækja einn leikskóla innan sveitarfélagsins í tilefni dagsins en ekki mun verða að slíkri heimsókn enn eitt árið í ljósi takmarkana og lágmörkunar á flæði fullorðinna einstaklinga um leikskólana.
Þetta er í 15. skipti sem Degi leikskólans er fagnað með formlegum hætti. Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli, standa fyrir deginum, en þann 6. febrúar árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Deginum er einnig ætlað að vekja athygli á stöðu leikskólans, gildi hans fyrir þjóðarauð og alla menningu. Dagurinn er haldinn hátíðlegur um land allt til að vekja sérstaka athygli á leikskólastiginu, mikilvægi þess og gildi fyrir fjölskyldur í landinu og fyrir íslenskt atvinnulíf.
Á vefjum leikskóla Hafnarfjarðar má finna ítarlegarupplýsingar um starfsemi skólanna
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…