Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Skólasamfélagið við leikskólann Norðurberg ásamt fleiri góðum gestum fögnuðu 40 ára afmæli skólans með söng, hlátri, léttum ræðuhöldum og góðum veitingum í gær 1. desember, á sjálfan fullveldisdaginn. Innilega til hamingju með faglegt og fallegt starf í fjörtíu ár!
Skólasamfélagið við leikskólann Norðurberg ásamt fleiri góðum gestum fögnuðu 40 ára afmæli skólans með söng, hlátri, léttum ræðuhöldum og góðum veitingum í gær 1. desember, á sjálfan fullveldisdaginn. Norðurberg er staðsettur í norðurbæ Hafnarfjarðar og tók til starfa 1982. Sex deilda leikskóli með allt að 105 börnum og 30 starfsmönnum. Rauði þráðurinn í starfi leikskólans er umhverfis- og náttúrustefna sem er í sífelldri þróun og endurmati.
Umhverfismennt, græn hugsun og útikennsla einkennandi fyrir leikskólastarfið
Margt hefur breyst í áranna rás í allri umgjörð og innra starfi leikskóla. Kröfur um góða menntun fyrir börnin og starfsfólk, byggða á faglegum grunni hefur þróast mikið og hratt á þessum árum og er enn í stöðugri þróun og verður áfram um ókomna framtíð. Þessi þróun gefur starfinu gildi, gerir það skapandi og skemmtilegt. Starfsfólk á Norðurberg hefur farið í gegnum mörg þróunarverkefni og innleitt þau með góðum árangri. Þessi verkefni eiga það yfirleitt sammerkt að tengjast með einum eða öðrum hætti umhverfismennt, grænni hugsun, náttúruferðir og útikennslu og eru þessir þættir mjög einkennandi fyrir skólastarfið og leikskólann í heild.
Fyrsti leikskólinn á landinu til að flagga Grænfánanum
Norðurberg hefur með stolti borið umhverfismerkið Grænfánann í rétt tæpan áratug en Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning til skóla sem hafa markvisst unnið að umhverfismálum og menntun til sjálfbærni. Norðurberg var fyrsti leikskólinn í landinu til að flagga Grænfánanum og hefur verið í fararbroddi á landsvísu í þessu starfi. Fleiri innleiðingarverkefni snúa m.a. að móttökuáætlunum og snemmtækri íhlutun í málörvun ungra barna. Allt verkefni sem unnin eru með hag nemenda að leiðarljósi og fyrir komandi framtíð. Nýjasta verkefnið er þátttaka í þróun á Laufinu, hugbúnaði sem heldur utan um umhverfismál leikskólans; um innkaup, kolefnisspor og fleira. Samhliða stendur yfir innleiðing á nýju vinnutímafyrirkomulagi leikskólakennara og annars starfsfólks leikskólans.
Einstakur starfsandi, hátt menntunarstig og mikil starfsreynsla
Norðurberg, líkt og aðrir leikskólar, eru fyrst og fremst fólkið sem í honum starfar; fullorðnir sem börn. Starfsandinn á Norðurbergi er einstakur og endurspeglast starfsánægjan ekki síst í nokkuð háum meðaltalsstarfsaldri sem er tæp 13 ár. Hlutfall fagmenntaðra starfsmanna við skólann er hátt og hefur aukist í gegnum árin m.a. fyrir tilstuðlan og hvatningu Hafnarfjarðarbæjar til leikskólanáms með vinnu. Í dag starfa á Norðurbergi 17 leikskólakennarar, 6 háskólamenntaðir, 1 þroskaþjálfi, 1 matreiðslumaður og 10 starfsmenn með aðra menntun og mislanga reynslu af leikskólastarfi.
Innilega til hamingju með faglegt og fallegt starf í fjörtíu ár!
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…