Leikskólinn Norðurberg tók við tíunda Grænfánanum

Fréttir

Leikskólinn Norðurberg tók við tíunda Grænfánanum þann 9. júní síðastliðinn, á sama tíma og leikskólinn á 20 ára Grænfánaafmæli. Þar var margt um manninn við hátíðarhöldin sem stóðu yfir allan daginn. Til hamingju Norðurberg!

Til hamingju Norðurberg!

Leikskólinn Norðurberg tók við tíunda Grænfánanum þann 9. júní síðastliðinn og mættu foreldrar og aðrir gestir við hátíðarhöldin sem stóðu yfir allan daginn. Þess má geta að leikskólinn á einnig 20 ára Grænfánaafmæli sem sýnir mikinn sigur og seiglu í starfsfólki og nemendum á Norðurbergi. Norðurberg var fyrsti leikskólinn á landinu til að flagga Grænfánanum og hefur verið í fararbroddi á landsvísu í þessu starfi.

Dagurinn byrjaði á leikshúsi, Leikhópurinn Lotta kom og skemmti börnunum í garðinum, svo var pizza í hádeginu og vöfflur seinni partinn fyrir gesti og börn. Þar var bókstaflega fullt út úr húsi af glöðum gestum.

Leikskólinn Norðurberg fagnar 40 árum | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Hér má sjá dagskrána frá deginum í júní Grænfána-/sumarhátíð leikskólans! (leikskolinn.is)

Hér má nálgast upplýsingar um Grænfánann Grænfáninn – Grænfánagögn, hjálpargögn fyrir skóla – Landvernd

Ábendingagátt