Uglur og uppskeruhátíð í Hvaleyrarskóla

Fréttir

Desembermánuður var vel nýttur í grunnskólum bæjarins bæði í að undirbúa komu jólanna og til undirbúnings fyrir framtíðina líkt og alla aðra daga ársins. Lestarátak var t.d. hjá nemendum yngstu deildar Hvaleyrarskóla þar sem þemað var uglur. Sérstaklega skemmtilegt og myndrænt verkefni sem vakti mikla ánægju. 

Desembermánuður var vel nýttur í grunnskólum bæjarins bæði í að undirbúa og fagna komu jólanna og til undirbúnings fyrir framtíðina líkt og alla aðra daga ársins. Lestarátak var t.d. hjá nemendum yngstu deildar Hvaleyrarskóla þar sem þemað var uglur. Sérstaklega skemmtilegt og fallega myndrænt verkefni sem vakti mikla ánægju. 

Uglah2Afraksturinn – hér má sjá eina af fjórum mósíak myndum. Mynd 2. bekkjar 

Uglur og uppskeruhátíð 

Nemendur lásu bæði heima og í skólanum og skráðu blaðsíður og mínútur í hvert skipti. Til þess að gera lesturinn skemmtilegri lituðu nemendur Tetris kubba í lestrarhefti. Á gangi skólans bjuggu nemendur síðan til mósaík mynd af uglu þar sem hver nemandi fékk að líma litla miða á listaverkið í samræmi við lesnar mínútur. Í lokinn var uppskeruhátíð þar sem nemendur fengu að gæða sér á súkkulaðiköku eftir hádegismatinn.

Virkilega vel gert! 

Ábendingagátt