Líf fæðist í Lífsgæðasetri St. Jó.

Fréttir

Tíu fyrirtæki hafa skrifað undir samning um aðstöðu og rekstur í nýju Lífsgæðasetri St. Jó. að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og tvö þeirra þegar flutt inn, Saga Story House og Eldmóður Markþjálfun. Verkefnastjóri lífsgæðaseturs flutti inn í upphafi vikunnar, nákvæmlega tveimur árum eftir að skrifað var undir kaupsamning um kaup á 85% eignarhlut ríkisins.

Tíu fyrirtæki hafa skrifað undir samning um aðstöðu og rekstur í nýju Lífsgæðasetri St. Jó. að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og tvö þeirra þegar flutt inn, Saga Story House og Eldmóður Markþjálfun. Verkefnastjóri lífsgæðaseturs flutti inn í upphafi vikunnar, nákvæmlega tveimur árum eftir að skrifað var undir kaupsamning um kaup á 85% eignarhlut ríkisins.

Við kaupin sumarið 2017 skuldbatt Hafnarfjarðarbær sig til að reka almannaþjónustu í húsinu að lágmarki í 15 ár frá undirritun samnings og hefja rekstur í húsinu innan þriggja ára frá undirritun samnings. Nú þegar tvö ár eru liðin frá undirritun eru verkefnastjóri og tvö fyrirtæki flutt inn í húsið og starfsemin farin af stað. Engin starfsemi hafði verið í húsinu frá því að St. Jósefsspítala var lokað í árslok 2011. „Fleiri fyrirtæki flytja inn á næstu vikum en við gerum ráð fyrir að taka á móti 16-20 rekstraraðilum nú í fyrsta áfanga. Sú hæð sem nú er tilbúin er þegar orðin full og kominn biðlisti eftir rýmum. Við eigum eftir að fylla þrjár hæðir og munum gera það um leið og þær verða tilbúnar. Framkvæmdir eru teknar í áföngum og samhliða tökum við á móti og afgreiðum álitlegar umsóknir sem tala í takt við gildi setursins og eru heilsa, samfélag og sköpun“ segir Eva Michelsen verkefnastjóri Lífsgæðaseturs St. Jó. Lagt er upp þá hugmynd að setrið sé samfélag sem býður upp á forvarnir, heilsuvernd, snemmtæka íhlutun, fræðslu og skapandi setur. Þeir aðilar sem þegar hafa skrifað undir samning eiga það sammerkt að auka lífsgæði sinna skjólstæðinga með áherslu á heilsu, samfélag og sköpun og byggir grunnur þeirra m.a. á markþjálfun, sálfræðiþjónustu, jóga, nuddi, heilsueflandi þjónustu fyrir eldri borgara, samtals þerapíum og sköpun og þróun á tækjum og tækni fyrir heilbrigðisrannsóknir. Setrið er rekið sem sjálfbær rekstrareining á vegum Hafnarfjarðarbæjar.

Saga-story-house-5516

Hér má sjá Evu Michelsen verkefnastjóra Lífsgæðaseturs St. Jó. ásamt þeim Ingibjörgu Valgeirsdóttur og Guðbjörgu Björnsdóttur eigendum Saga Story House.

190415-Undirskrift-Eldmodur2-Large-Hér má sjá Kristínu Þórsdóttur eiganda Eldmóðs Markþjálfunar og Evu Michelsen verkefnastjóra St. Jó. 

Formleg opnunarhátíð verður í september, kringum 93 ára afmæli gamla spítalans, þar sem gestum og gangandi gefst tækifæri til að kynnast starfseminni og sjá endurbæturnar á byggingunni. Byggðasafn Hafnarfjarðar mun á opnunarhátíðinni verða með sýningu í anddyri hússins þar sem sögu hússins og St. Jósefssystra, sem byggðu húsið á sínum tíma, verður gerð góð skil. 

Nánari upplýsingar og myndir er að finna á heimasíðu Lífsgæðaseturs St. Jó. eða Facebooksíðu Lífsgæðaseturs St. Jó.

Fyrir og eftir breyting á einu herbergi í Lífsgæðasetri St. Jó.

Eldmodur1

Eldmodur2

Ábendingagátt