Lifandi tónlist og sýningar í Hafnarborg

Fréttir Jólabærinn

Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, býður ykkur hjartanlega velkomin á aðventunni. Safnið er vel staðsett við Strandgötu 34, í göngufæri við Jólaþorpið og í grennd við fjölmargar verslanir og veitingastaði í miðbænum.

Hjartanlega velkomin í Hafnarborg

Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar, býður ykkur hjartanlega velkomin á aðventunni. Safnið er vel staðsett við Strandgötu 34, í göngufæri við Jólaþorpið og í grennd við fjölmargar verslanir og veitingastaði í miðbænum.

Sjáðu ljósmyndasýninguna Landnám eftir Pétur Thomsen og málverkasýninguna Kahalii eftir Arngunni Ýr. Á dagskrá safnsins má einnig nefna hádegistónleika Írisar Bjarkar Gunnarsdóttur sem kemur fram ásamt Antoníu Hevesi þriðjudaginn 3. desember. Einnig verða hinir sívinsælu kórtónleikar Syngjandi jól haldnir laugardaginn 7. desember.

Í safnbúð Hafnarborgar má finna fallega gjafavöru – svo sem listaverkabækur, plaköt og fleira – sem hentar vel í jólapakkann, auk þess sem safnið hefur verið stoltur söluaðili Kærleikskúlunnar um árabil til stuðnings Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.

  •       Dagskrá á www.hafnarborg.is
  •       Opið alla daga, nema þriðjudaga, kl. 12–17
  •       Aðgangur ókeypis, allan ársins hring

 

Jólablað Hafnarfjarðar 2024 – vefútgáfa:

Ábendingagátt