Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær ítrekar mikilvægi þess að mörkuð sé heildarstefna fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar, þar sem tímasetning framkvæmda er ákveðin og fjármagn tryggt.
Hafnarfjarðarbær ítrekar mikilvægi þess að mörkuð sé heildarstefna fyrir framkvæmdir við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar, þar sem tímasetning framkvæmda er ákveðin og fjármagn tryggt. Í dag er hafin vinna við gerð mislægra gatnamóta við Krýsuvíkurveg en aðrar framkvæmdir eru ekki komnar í undirbúning.
Minnisblað vegna samgöngumála var lagt fram á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gær og lagði bæjarstjórn í framhaldinu fram bókun þar sem skorað er á alþingismenn kjördæmisins að tryggja að fjármagn fáist á fjárlögum 2018 og árunum þar á eftir til að ljúka framkvæmdum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar. Óskað er eftir viðræðum við ráðherra og alþingismenn hið fyrsta vegna þessa brýna öryggis- og hagsmunamáls.
Breikkun á Reykjanesbraut og endurnýjun gatnamóta ekki á áætlunum ríkisins
Samkvæmt vegaáætlun eru framkvæmdir við Reykjanesbraut frá Vogum að Kaldárselsvegi hugsaðar á árunum 2015-2022 en breikkun á Reykjanesbraut frá Kaldárselsvegi að Álftanesvegi ekki að sjá á áætlunum ríkisins. Þegar heildarfjármagn til vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu er skoðað er ljóst að framkvæmdir þar hafa verið af mjög skornum skammti undanfarin ár. Þar hefur Hafnarfjörður setið eftir þrátt fyrir að tölur yfir umferðarþunga sýni m.a. að umferðarmagn við Setberg í Hafnarfirði er að nálgast mjög umferðarmagn í Ártúnsbrekku per akrein. Umferðin við Setberg fer öll um eitt hringtorg með tveimur akreinum og um það fara að meðaltali 47.300 bílar á dag. Íbúar eru í auknum mæli búnir að gefast upp á notkun hringtorgsins og hefur það leitt af sér aukinn og óæskilegan umferðarþunga og hraða innan íbúðahverfa. Brýnt er að tryggja umferðaröryggi á þessum kafla frá Krýsuvíkurvegi að Álftanesvegi.
Hlíðartorg var hugsað sem bráðabirgðalausn fyrir tæpum 15 árum síðan
Mikil þörf er á að endurnýja gatnamótin við Kaplakrika sem og við Lækjargötu og sýna tölur yfir slysatíðni og umferðarþunga glöggt að þau eru löngu sprungin. Hringtorgið við Lækjargötu/Setberg, Hlíðartorg, var hugsað sem bráðabirgðalausn á sínum tíma og þá strax ljóst að það myndi ekki anna umferð. Bæði gatnamótin eru í 5 og 6 sæti yfir slysamestu gatnamót í þéttbýli á Íslandi í ársskýrslu slysaskráningar Samgöngustofu 2015 og í 1 og 2 sæti þegar slysamestu hringtorgin á höfuðborgarsvæðinu eru skoðuð. Á 3,5 kílómetra vegakafla frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi voru slysin rúmlega 100 talsins árið 2015 sem gefur gildið 28 slys á hvern kílómeter. Samhliða vaxandi fjölda ferðamanna í umferðinni hefur íbúum Hafnarfjarðar fjölgað sem og starfsmönnum í stækkandi íbúa- og atvinnubyggð Vallahverfis. Þessar staðreyndir kalla á tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum bæinn áður en fleiri alvarleg slys verða.
Greinargerð er að finna í fundargerð bæjarstjórnarfundar – sjá lið 7
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á því að flugeldarusl á ekki heima í sorptunnum heimila. En við erum heppin, því sérstakir gámar…
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…