Lilja hefur verið ráðin skipulagsfulltrúi  

Fréttir

Staða skipulagsfulltrúa var auglýst laus til umsóknar í janúar 2023 með umsóknarfrest til og með 9. febrúar. Sex umsækjendur sóttu um starfið. Gengið hefur verið frá ráðningu Lilju Grétarsdóttur arkitekts í starfið. Þormóður mun sinna starfi skipulagsfulltrúa til 1. júní. 

Staða skipulagsfulltrúa var auglýst laus til umsóknar í janúar 2023 með umsóknarfrest til og með 9. febrúar. Sex umsækjendur sóttu um starfið og dró einn umsækjandi umsóknina sína til baka. Gengið hefur verið frá ráðningu Lilju Grétarsdóttur arkitekts í starfið. Mun hún hefja störf að hluta til frá 1. apríl og taka við starfi skipulagsfulltrúa frá og með 1. júní þegar starfandi skipulagsfulltrúi lætur af störfum fyrir aldurs sakir. 

Mikil og víðtæk reynsla af störfum m.a. innan sveitarfélaga

Lilja lauk prófi byggingarlist frá Arkitektaskólanum í Árósum vorið 1988, hefur leyfisbréf iðnaðarráðherra til að nota starfsheitið húsameistari – arkitekt, löggildingu umhverfisráðherra til að leggja fram aðal- og séruppdrætti af húsum og öðrum mannvirkjum og leyfi til að sinna skipulagsgerð.  Lilja býr yfir víðtækri og góðri reynslu af störfum sem arktitekt og unnið við gerð aðaluppdrátta, verkteikninga, deililausna og innréttinga, ásamt því að vinna sjálfstætt að verkefnum og hafa góða innsýn inn í störf hönnuða á almennum markaði. Á árunum 1993-2004 starfaði Lilja sem arkitekt hjá bæjarskipulagi Hafnarfjarðarbæjar og hefur frá árinu 2004 unnið sem arkitekt hjá skipulagsfulltrúanum í Reykjavík. Í störfum sínum hjá sveitarfélögunum hefur Lilja verkstýrt fjölmörgum stórum og smáum verkefnum ásamt því að vinna að áætlanagerð og mati á umsóknum og fyrirspurnum um þróun byggðar og bygginga.  

Skipulagsfulltrúi stjórnar daglegri starfsemi skipulagsdeildar og sér til þess að fagleg vinnubrögð séu ráðandi í öllu starfi hennar. Starfið felur í sér þátttöku í stefnumótun og forystu við þróun og innleiðingu nýjunga og nýrra áherslna í deildinni og að hún sé í fararbroddi hvað varðar þjónustu við notendur og sé í samræmi við ferla og reglur sem eru í gildi. 

Við óskum Lilju velfarnaðar í starfi skipulagsfulltrúa og þökkum Þormóði Sveinssyni fyrirfram kærlega fyrir hans framlag í þágu sveitarfélagsins.  

Ábendingagátt