Neðansjávarsýn nemenda í Öldutúnsskóla

Fréttir

Nemendur í myndmenntavali í Öldutúnsskóla enduðu valáfangann á lokaverkefni við undirgöngin við Suðurbæjarlaug. Verkefnið unnu þau út frá hugmyndum um náttúruna og listina. Hvað er list og fyrir hvern er listin sem sköpuð er og hvað er verið að segja með listsköpuninni? 

Nemendur í myndmenntavali í Öldutúnsskóla enduðu valáfangann á lokaverkefni við undirgöngin við Suðurbæjarlaug. Verkefnið unnu þau út frá hugmyndum um náttúruna og listina. Hvað er list og fyrir hvern er listin sem sköpuð er og hvað er verið að segja með listsköpuninni? 

Myndmennt9

Nemendur við 9 og 10 bekk við Öldutúnsskóla ákváðu út frá þessum vangaveltum sínum að gera mynd þar sem þemað er sjórinn. Hvað er á hafsbotninum við höfnina í Hafnarfirði? Í hugmyndavinnu sinni og listsköpun tóku þau fyrir áhrif mannsins á jörðina, framtíðarsýn, hlýnun jarðar og hækkandi sjávarmál. 

Við hvetjum alla áhugasama til að kíkja við í undirgöngunum við Suðurbæjarlaug og sjá með eigin augun neðansjávarsýn þessara flottu nemenda. 

Ábendingagátt