Litlu fallegu leikskólatrén á Thorsplani

Fréttir

Hafnarfjarðarbær er bær mikilla hefða. Ein af hefðunum sem tengdar eru jólahátíðinni er þátttaka nemenda í leikskólum Hafnarfjarðar að skreyta litlu jólatrén á Thorsplani.  Jólaskreytingarnar eiga sér góðan aðdraganda og undirbúning enda umhverfisvænar og unnar af natni og settar upp með miklu stolti.

Hafnarfjarðarbær er bær mikilla hefða. Ein af hefðunum sem tengdar eru jólahátíðinni er þátttaka nemenda í leikskólum Hafnarfjarðar að skreyta litlu jólatrén á Thorsplani.  Jólaskreytingarnar eiga sér góðan aðdraganda og undirbúning enda umhverfisvænar og unnar af natni og settar upp með miklu stolti.

Einstakt og afar kærkomið jólaskraut

Síðustu daga hefur umferð leikskólabarna um jólabæinn verið nokkuð mikil. Börnin fara í bæjarferð, mæta til að upplifa jólaljósin, heimsækja söfn bæjarins og setja punktinn yfir i-ið í jólaskreytingunum á Thorsplani. Skrautið vekur eftirtekt, er einstakt og afar kærkomið og hefur í gegnum árin sett fallegan svip á Jólaþorpið. Nær undantekningarlaust mætir nemandi svo með fjölskyldu sína á Thorsplan aftur í aðdraganda jóla til að sýna verk sitt. Eftir hátíðina munu litlu jólatrén fá nýtt hlutverk sem kurl á viðeigandi göngustíga og gönguslóða í bænum eða upplandi bæjarins.

Þessi flotti hópur leikskólabarna hengdi upp sitt skraut í vikunni.

Þessi flotti hópur leikskólabarna hengdi upp sitt skraut í vikunni.

Ábendingagátt