Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í tuttugasta sinn föstudaginn 18. nóvember kl. 17 og verður opið allar helgar til jóla auk opnunar á Þorláksmessu. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á miðju Thorsplani kl. 18:30. Litlu fagurlega skreyttu jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru landsþekktur söluvettvangur. Áhersla er lögð á ljósadýrð og skreytingar í jólabænum Hafnarfirði og andi jólanna hefur verið færður yfir á miðbæ Hafnarfjarðar í heild sinni.
Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í tuttugasta sinn föstudaginn 18. nóvember kl. 17 og verður opið allar helgar til jóla auk opnunar á Þorláksmessu. Ljósin verða tendruð á jólatrénu á miðju Thorsplani kl. 18:30 þegar Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir hafa flutt nokkur lög en jólatréð er sem fyrr gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Þegar ljósin hafa verið tendruð mun Hafnfirðingurinn Klara Elías flytja lagið Eyjanótt í jólabúningi og glænýtt jólalag sitt, Desember. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið alla föstudaga frá kl. 17-21, laugardaga og sunnudaga frá kl. 13-18 til jóla og til kl. 22 á Þorláksmessu. Jólasveinarnir koma í heimsókn í Jólaþorpið á laugardögum og Grýla verður á vappi um miðbæinn á sunnudögum.
Þú finnur jólaandann í Hafnarfirði um helgina.
Litlu fagurlega skreyttu jólahúsin í Jólaþorpinu í Hafnarfirði eru landsþekktur söluvettvangur fyrir ýmiss konar gjafavöru, handverk og hönnun sem tilvalið er að setja í jólapakkann ásamt gómsætum veitingum til að borða á staðnum og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið. Kapp er lagt á að bjóða upp á fjölbreytta vöru og varning í jólahúsunum og er óhætt að segja að eftirspurn og aðsókn í jólahúsin í ár hafi slegið öll met. Færri komust að en vildu í jólahúsunum í Jólaþorpinu í ár og ljóst að þessi vinalegi og vinsæli jólamarkaður hefur stimplað sig inn í hug og hjörtu margra og er orðinn hluti af jólahefð, bæði hjá söluaðilum í fallegu jólahúsunum og hjá gestum og gangandi. Í ár er bryddað upp á nýjungum auk þess að bjóða upp á vöru sem hefur slegið í gegn árum saman. Hinn kraftmikli og metnaðarfulli ungi bakari Gulli Arnar, sem rekur samnefnt handverksbakarí í Hafnarfirði, mun til að mynda bjóða sínar kræsingar til sölu allar helgar á aðventunni. Bændurnir á Ytra-Hólmi munu standa vaktina í sínu húsi allar helgarnar líkt og fyrri ár og bjóða til sölu beint frá býli ferskt og reykt lambakjöt, sósur og alls kyns meðlæti eins og kæfur. Þessir og fjöldi annarra spennandi söluaðila verða með jólahús í ár auk þess sem víkingafélagið Rimmugýgur verður með handverksmarkað á Thorsplani fyrstu og aðra aðventuhelgina.
Gómsætar veitingar og ljúfmeti til að taka með heim á veisluborðið.
Óvæntar uppákomur verða undirtónn hátíðarhaldanna í Hafnarfirði þetta árið líkt og á síðasta ári. Áhersla er lögð á ljósadýrð og skreytingar í jólabænum Hafnarfirði og andi jólanna hefur verið færður yfir á miðbæ Hafnarfjarðar í heild sinni og auðveldlega hægt að nýta heilu dagana á aðventunni til að upplifa og njóta í Hafnarfirði með heimsókn í Jólaþorpið, í jólaævintýrið í Hellisgerði, verslun og þjónustu um allan bæ, ferð í sundlaugar bæjarins og á söfnin hvar aðgangur er ókeypis og njóta veitinga í þeirri fjölbreyttu flóru veitingahúsa og kaffihúsa sem hafa risið í Hafnarfirði síðustu misserin. Jólabærinn Hafnarfjörður tekur hlýlega á móti Hafnfirðingum og vinum Hafnarfjarðar.
Jólaþorpið í Hafnarfirði er á Facebook
Nánar um jólabæinn Hafnarfjörð
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…