Litlu leikskólatrén á Thorsplani

Fréttir

Hefð er fyrir því að leikskólar í Hafnarfirði sjái um að skreyta litlu jólatrén sem prýða jólaþorpið á Thorsplani. Hópar leikskólabarna hafa lagt leið sína í jólaþorpið í vikunni með fallegar og umhverfisvænar jólaskreytingar sem þau hafa sjálf útbúið. Skrautið er afar kærkomið og hefur sett skemmtilegan svip á Jólaþorpið frá upphafi. 

Hefð er fyrir því að leikskólar í Hafnarfirði sjái um að skreyta litlu jólatrén sem prýða jólaþorpið á Thorsplani. Hópar leikskólabarna hafa lagt leið sína í jólaþorpið í vikunni með fallegar og umhverfisvænar jólaskreytingar sem þau hafa sjálf útbúið.  Skrautið er afar kærkomið og hefur sett skemmtilegan svip á Jólaþorpið frá upphafi. 

IMG_9363

Leikskólinn Víðivellir sá um að bæta skrauti á Cuxhaven tréð á Thorsplani.

Það var einstaklega jólalegt og fallegt um að litast á Thorsplani í gær þegar skrautið var komið á sinn stað og snjór yfir öllu. Skrautið er unnið úr endurvinnanlegum efnum og er af ýmsum toga og hugvitssemin allsráðandi. Við hvetjum Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til að fara í skoðunarferð um Thorsplan, skoða skrautið og jafnvel fá hugmyndir að skrauti sem hægt er að föndra heima á aðventunni með litlum tilkostnaði en mikilli gleði. 

Ábendingagátt