Ljósagangan í dag — Hjörtu bæjarins appelsínugul

Fréttir

Gengið verður í nafni Ólafar Töru Harðardóttur, baráttukonu fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti, í árlegu Ljósagöngu UN Women á Íslandi frá Arnarhóli í dag 25. nóvember kl. 17. Hjörtu bæjarins eru appelsínugul af því tilefni.

Ljósagangan gegn ofbeldi í dag

Gengið verður í nafni Ólafar Töru Harðardóttur, baráttukonu fyrir réttindum kvenna og stúlkna og jafnrétti, í árlegu Ljósagöngu UN Women á Íslandi í dag 25. nóvember. Gangan hefst á Arnarhóli kl. 17. Af þessu tilefni eru hjörtu Hafnarfjarðar við Standgötuna og í jólaþorpinu appelsínugul í dag.

Ljósagangan markar upphaf 16 daga átaks UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sem í ár leggur áherslu á stafrænt kynbundið ofbeldi. Yfirskriftin er „Upprætum stafrænt ofbeldi gegn öllum konum og stúlkum“ (e. Ending Digital Violence Against All Women and Girls).

Í lýsingu viðburðarins segir að tækniframfarir hafi skapað ný rými þar sem ofbeldi og áreitni þrífist óáreitt. „Nærri 2 af hverjum 3 konum í heiminum hafa orðið fyrir stafrænu kynbundnu ofbeldi. Stafrænt ofbeldi hefur afleiðingar – alvarlegar afleiðingar. Það hefur djúpstæð áhrif á heilsu, líðan og tækifæri þolenda til þátttöku í samfélaginu.“

Fjölskylda Ólafar Töru leiðir gönguna ásamt Stellu Samúelsdóttur, framkvæmdastýru UN Women á Íslandi, og fulltrúum Bjarkarhlíðar, Druslugöngunnar, Íslandsdeildar Amnesty International, Kvenréttindafélags Íslands, Kvennaathvarfsins, Rótarinnar, Stígamóta, Vitundar og ÖBÍ.

Við hjá Hafnarfjarðarbæ tökum undir með UN Women á Íslandi og hvetjum öll til að mæta og standa með þolendum.

  • Nánar um gönguna má lesa hér.

 

//English

Digital Violence Is Real Violence!

UN Women Iceland´s Candlelight March in Memory of Ólaf Tara Harðardóttir 
The annual Candlelight March of UN Women Iceland will take place on Tuesday, 25 November at 17:00, on the International Day for the Elimination of Violence against Women. The day also marks the beginning of the 16 Days of Activism Against Gender-Based Violence.
We march in memory of Ólaf Tara Harðardóttir, a dedicated advocate for women’s rights Ólöf Tara´s family will lead the march, together with Stella Samúelsdóttir, Executive Director of UN Women Iceland, and representatives from Bjarkarhlíð, Druslugangan, Amnesty International Iceland, Kvenréttindafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Rótin, Stígamót, Vitund and ÖBÍ.
Candles and FO merchandise will be sold at the event in support of UN Women Iceland.
Where and when?
  •  Meet by the statue of Ingólfur Arnarson on Arnarhóll at 17:00
    The march proceeds south along Lækjargata and up Amtmannsstígur
    It will conclude at Bríetartorg with a short gathering and a choir performance by Kötlur.
This year’s campaign focuses on digital violence, under the theme “Ending Digital Violence Against All Women and Girls.”
Technological progress has created new spaces where violence and harassment thrive unchecked. Nearly 2 in 3 women worldwide have experienced digital gender-based violence.
Digital violence has consequences – serious consequences. It profoundly impacts survivors’ health, wellbeing, and ability to participate in society.
We encourage everyone to join the march and support survivors of gender-based violence.
The event will be held in Icelandic.

 

Ábendingagátt