Ljósleiðaravæðing um allan bæ

Fréttir

Mikið hefur verið um framkvæmdir við ljósleiðaravæðingu Mílu og Gagnaveitunnar í Hafnarfirði síðustu daga og vikur. Verksvæði verkefna eru stór og framkvæmdatíminn langur. Meðfylgjandi er yfirlit yfir nokkur hverfi þar sem framkvæmdir eru nú í gangi.  

Mikið hefur verið um framkvæmdir við ljósleiðaravæðingu Mílu og Gagnaveitunnar í Hafnarfirði síðustu daga og vikur. Fyrirtækin hafa fengið leyfi til framkvæmda víðsvegar um bæinn og eiga framkvæmdir að vera auglýstar sérstaklega af fyrirtækjunum í hverfunum sem um ræðir. Gatnalokanir eru tilkynntar sérstaklega ef einhverjar verðar. Verksvæði þessara verkefna er stórt og framkvæmdatími yfirleitt langur. 

Meðfylgjandi er yfirlit yfir nokkur hverfi þar sem framkvæmdir eru nú í gangi:

  • Frá 1. mars-1. maí:  Ásland 2, Erluás, Kríuás, Gauksás, Þrastarás og Svöluás

  • Frá 27. feb – 27. apríl:  Ásland 1, Blikaás, Lóuás og Spóaás

  • Frá 20. feb – 15. maí: Hvammar frá Hringbraut að Reykjanesbraut

  • Frá 13. feb – 13. apríl: Hlíðarnar í Setberginu að Úthlíð. Eins Lækjarberg og Lindarberg

  • Frá 15. feb – 15. nóv:  Miðbær og Hraunin. Svæðið er frá Flatahrauni að Lækjargötu

  • Frá 15. mars – 15. nóv: Norðurbær og vesturbær Hafnarfjarðar. Allt svæðið vestanmegin við Reykjavíkurveg

Til upplýsinga – nokkur almenn atriði um framkvæmdaleyfi

  • Leyfishafi setur upp umferðarmerkingar í samræmi við umferðarlög og reglugerðir og/eða skv. tilmælum umhverfis- og skipulagsþjónustu hjá Hafnarfjarðarbæ
  • Leyfishafi tryggir að vegfarendum (akandi, gangandi eða hjólandi) stafi ekki hætta af framkvæmdunum
  • Ætlast er til að tafir á umferð séu í lágmarki og framkvæmdum ljúki á tilsettum tíma
  • Sækja verður um framkvæmdaheimild a.m.k. 3 virkum dögum áður en framkvæmdir eiga að hefjast
  • Leyfishafi skal skila vinnusvæðinu eins og hann kom að því innan 15 virkra daga eftir að verkinu er lokið og skal allur frágangur vera í höndum fagaðila. Vakin er sérstök athygli á því að efnisval og efnisþykkt í yfirborðsfrágangi skal vera sambærilegt og fyrir var. Að þeim tíma loknum áskilur Hafnarfjarðarbær sér rétt til þess að koma svæðinu í fyrra horf á kostnað umsækjanda
Ábendingagátt