Loft komið í ærslabelg. Tökum hoppandi á móti sumri!

Fréttir

Yngri kynslóðin hefur beðið spennt eftir sumaropnun á ærslabelg á Víðistaðatúni en síðan belgurinn var vígður formlega með fyrsta hoppinu í byrjun júní 2019 þá hefur hann notið gríðarlegra vinsælda meðal barna, ungmenna og fólks á öllum aldri. Búið er að laga stórt gat sem gert var á belginn þegar líða tók á síðastliðið haust. Við biðlum til fólks á öllum aldri að ganga vel um þessa sameign okkar Hafnfirðinga.

Yngri kynslóðin hefur beðið spennt eftir sumaropnun á
ærslabelg á Víðistaðatúni en síðan belgurinn var vígður formlega með fyrsta hoppinu í byrjun júní 2019 þá hefur hann notið gríðarlegra vinsælda meðal
barna, ungmenna og fólks á öllum aldri. Búið er að laga stórt gat sem gert var á belginn þegar líða tók á síðastliðið haust. Við biðlum til fólks á öllum
aldri að ganga vel um þessa sameign okkar Hafnfirðinga.

Ærslabelgur er loftknúin niðurgrafin hoppudýna sem er jafnhá
landslaginu og er hugsaður fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að hoppa
og leika sér. Allir „hopparar“ eru vinsamlegast beðnir um að skemmta sér
kostulega en fara á sama tíma varlega og eftir þeim umgengnisreglum sem settar
hafa verið upp við belginn. Belgurinn er tímastilltur og verður loft í honum
frá kl. 9 – 22 alla daga í sumar. 

ReglurAerslabelgur2020

Víðistaðatún býður
upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir alla fjölskylduna

Víðistaðatún státar ekki bara af litríkum ærslabelg. Þar er
einnig að finna fjölmörg listaverk sem tilvalið er að skoða og börn hafa gaman af
að leika sér í. Einnig er þar aparóla og kastali sem staðsettur er í nálægð við
grillhús svæðisins sem fer að komast í stand fyrir sumarið eftir ágang vetrar
og skemmdarverka. Einnig er þar skógarlundur sem börn hafa gaman af að leika
sér í, eini úti tennisvöllur Hafnfirðinga og sex holu frisbígolfvöllur sem þeir
alhörðustu nýta einnig yfir vetrarmánuðina. Sjá vallarkort hér.

Ábendingagátt